fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 20:13

Mynd úr umfjöllun RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur fjallað um mál starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. um helgina og gert grein fyrir sjónarmiðum starfsmannaleigunnar og einnig þeim hörðu ásökunum sem bornar hafa verið á hana. Hvers vegna er starfsmannaleigan borin þessum sökum, í hverju felast meint brot?

Frádráttur launa

Ýmis frádráttur á launaseðlum starfsmanna hjá Menn í vinnu hefur verið gagnrýndur. Frá launum hefur komið til frádráttar húsaleiga. Það er ekki óþekkt að húsaleiga sé dregin af launum í þeim tilvikum þar sem vinnuveitandi er jafnframt leigusali. Í þessu tilviki hafa bæði sá húsakostur sem starfsmenn greiða fyrir, sem og fjárhæð leigu verið gagnrýnd. Í umfjöllunum um Menn í vinnu hafa ýmsar fjárhæðir verið nefndar sem mánaðarleiga. Allt frá því að húsaleiga sé engin og upp í 80 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt forsvarsmanni leigunnar fer fjárhæðin eftir því hvaða húsnæði um ræðir og hversu margir dvelja í sama herbergi. Eins segir hún að leigugjald lækki þegar starfsmaður hefur unnið fyrir leigunni í einhvern tíma og falli þá jafnvel niður. Í húsaleigulögum er ekki að finna neitt þak á leigugjaldi en þó er tekið fram að leigan skuli vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Húsaleigulög eru frávíkjanleg þegar kemur að atvinnuhúsnæði en ófrávíkjanleg þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði. Ef tilgangurinn helgar meðalið þá munu húsaleigulögin túlkast sem svo að um íbúðarhúsnæði sé að ræða þar sem þar hafa starfsmenn sannanlega búsetu. Rétt er að benda á að þegar atvinnurekandi er jafnfarmt leigusali getur komið upp álitamál varðandi uppsagnarfrest. Fyrir einstaka herbergi er uppsagnafrestur lögum samkvæmt þrír mánuðir í tilvikum ótímabundinna leigusamninga, en sex mánuðir fyrir íbúðarhúsnæði. Ekki er augljóst hvor fresturinn myndi gilda í þessum tilvikum, þrír eða sex. En sum herbergin eru með eldunaraðstöðu og þar búa fleiri en einn.

Sýnt hefur verið fram á að frá launum sé dreginn kostnaður vegna flugmiða og í umfjöllun Kveiks var gefið í skyn að flugfargjöld væru í einhverjum tilvikum ofrukkuð.

Líkamsræktarkort í World Class hefur einnig komið til frádráttar en talsmaður leigunnar og starfsmennirnir greina með ólíkum hætti frá því hvort slíkur frádráttur eigi sér stað vegna þess að starfsmenn hafi óskað sérstaklega eftir því, eða hvort þeir þurfi sérstaklega að óska eftir því að slíkt sé ekki gert. Gjald í World Class er 6.900 kr. samkvæmt gögnum DV.

Menn í vinnu ehf. aflar starfsmönnum bílaleigubíls og dregur kostnað vegna þessa af launum. Gögn sem DV hefur sýna að í einhverjum tilvikum er veittur afsláttur af því gjaldi.

Í ráðningarsamningi sem leigan gerir við starfsmenn sína er að finna mjög víðtæka heimild til skuldajöfnunar. Starfsmenn skrifa undir að starfsmannaleigunni sé heimilt að draga leigu, flugmiða, vinnufatnað, kostnað vegna bílaleigubíls, líkamsræktarkort og alla útistandandi skuldir við verktaka vegna starfa starsfmanns frá launum. Samkvæmt lögum um greiðslu verkkaups er óheimilt að skuldajafna launum nema sérstaklega hafi um það verið samið, slíkum samningum eru ekki settar neinar takmarkanir nema þá kannski heimild samningalaga um ósanngjarna samningsskilmála.

Vinnuframlag

Þá deila aðilar um hvort laun endurspegli raunverulegt vinnuframlag. Einn fyrrverandi starfsmaður leigunnar sem hafði samband við blaðamann í gærkvöld segir að hluti vinnunnar hafi verið svokölluð svört vinna. Þeir hafi einnig unnið mun fleiri tíma heldur en launaseðlar og ráðningarsamningar segja til um. Eftir umfjöllun Kveiks tók starfsmannaleigan, að sögn í samráði við starfsmenn, ákvörðun um að greiða föst laun á hálfsmánaðar fresti. 220 þúsund krónur á tveggja vikna fresti fyrir 110 klukkustunda vinnuframlag. Samkvæmt vefsíðu ASÍ er full vinnuvika 40 klukkustundir. Tvær fullar vinnuvikur væru því 80 klukkustundir. Miðað við þann klukkutímafjölda eru þeir sem vinna 110 klukkustundir á tveimur vikum í reynd í ríflega 130% starfi. Samkvæmt starfsmönnum sem hafa stigið fram í umfjöllunum áður, sem og þeim sem hafði samband við blaðamann í gær, vinna þeir meira en þennan umsamda vinnutíma, en fá það ekki greitt.

Orlofsfé

Myndin tengist efninu ekki beint

Starfsmenn héldu því fram í umfjöllun Kveiks að orlofsfé væri lagt inn á reikninga starfsmannaleigunnar, í stað þess að vera greitt inn á sérstaka orlofsreikninga. Halla Rut segir að þetta hafi verið mistök af hálfu leigunnar. Þau hafi haft þann háttinn á að leggja orlof inn á sérstakan reikning og greitt orlofið út til starfsmanna þegar þeir færu til heimalandsins á fund við fjölskyldur sínar. Þetta hafi hún gert af umhyggju til að tryggja þeim auka fjárveitingar til fjölskyldna. Sá háttur hafi verið vel metinn þegar starfsmenn komu frá Litháen, en Rúmenum hafi ekki hugnast fyrirkomulagið. Í kjölfar umfjöllunar Kveiks fór því starfsmannaleigan að greiða orlof, 10,17 prósent ofan á laun, í stað þess að leggja inn á banka.

Húsnæði sem starfsmenn búa í

Húsakostur starfsmanna að Hjallabrekku og Dalvegi hefur verið harðlega gagnrýndur. Sagt hefur verið frá því að þar búi fjöldi

starfsmanna og búi þeir þröngt og við óviðunandi aðstæður. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem menn deila herbergi, 2-6 í hverju. Ekki er hægt að hafa lögheimili í atvinnuhúsnæði svo mennirnir eru allir skráðir með lögheimili í litlu húsi í miðbænum. Í samtali við blaðamann sagði fyrrnefndur fyrrverandi starfsmaður að þegar hann hafi dvalið þar hafi um 80 manns búið í húsnæðinu og aðeins hafi verið um eitt baðherbergi að ræða og 3 salerni fyrir allan hópinn. Halla Rut segir ekkert til í þeirri fullyrðingu. Hið rétta sé að þarna sé fjöldinn allur af salernum , baðherbergjum og sturtuaðstöður, enda séu þarna líka margar stúdíóíbúðir. Í reglugerð um hollustuhætti  er gerð eftirfarandi salerniskrafa um starfsmannabústaði en ekki væri óvarlegt að álykta að svipuð sjónarmið gildi um iðnaðarhúsnæði sem fjöldi starfsmanna starfsmannaleigu haldi heimili:

Salernið í Hjallarbrekku. Mynd úr fréttum Stöðvar 2

Þegar starfsmannabústaðir eru fyrir 5 eða fleiri skal að auki vera til staðar að minnsta kosti eitt 18 m² herbergi til tómstunda og félagsstarfa. Sé ekki um íbúð að ræða skal handlaug vera í hverju herbergi ef ekki er snyrting þar. Þvottahús skal vera á staðnum. Íbúar skulu eiga greiðan aðgang að fullnægjandi búnings- og baðaðstöðu. Þar skal vera a.m.k. eitt salerni og einn baðklefi fyrir hverja 10 íbúa. Um salerni fer að öðru leyti samkvæmt fylgiskjali 2 ef slík aðstaða fylgir ekki hverju herbergi.

Úr fylgiskjali 2 :

 Gististaðir.
Þar sem því verður við komið skal fullbúin snyrting vera í beinum tengslum við gistiherbergi. Þegar fleiri deila með sér snyrtingu skulu aldrei fleiri en 10 gestir um hverja fullbúna snyrtingu

Starfsmannabústaðir og starfsmannabúðir — heimili og stofnanir fyrir börn.
Greiður aðgangur skal vera að fullbúnum snyrtingum. Þegar fleiri en einn aðili er um sömu snyrtingu skal þess gætt að ekki verði fleiri en 10 íbúar (dvalargestir) um hverja snyrtingu.

Færslur af reikningi

Starfsmenn hafa haldið því fram að starfsmannaleigan taki jafnharðan út af reikningum þeirra og hún leggi inn á þá. María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur ASÍ, staðfestir að hafa séð slíkar færslur. Á staðfestu yfirliti sem Menn í vinnu hafa aflað frá banka sínum er vottað að engar slíkar færslur  af reikningi starfsmanna hafi farið aftur inn á reikning Menn í vinnu ehf.  Ekki er ljóst hvaða færslur sérfræðingur ASÍ hefur séð, eða hver er eigandi reikningsins sem færslurnar fór inn á.

Yfirlýsing Eflingar vegna fréttaflutnings blaðamanns

Sólveig og Viðar frá Eflingu

Í kjölfar umfjöllunar DV í gær, þar sem gert var grein fyrir málsvörnum starfsmannaleigunnar gaf Efling út yfirlýsingu. Þar er DV sakað um óvandaðan fréttaflutning og hlutdræga umfjöllun. Þar segir að fulltrúar Eflingar hafi fengið túlk til að fara yfir myndband sem fylgdi umfjölluninni og rætt við Romeo Sarga.  Myndbandið beri ekki með sér að misfarið hafi verið með matarstyrki Eflingar og gögn og frásögn Romeo Sarga komi ekki heim og saman við fréttarflutninginn. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

DV birti í gær umfjöllun um fólk sem starfaði hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Þar er ýmislegt haft eftir eiganda starfsmannaleigunnar, Höllu Rut Bjarnadóttur. Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna felagsins alvarlega. Efling hefur grannskoðað það sem fram kemur í fréttinni með túlki. Ekki er fótur fyrir þeim fullyrðingum sem koma fram í frétt DV, þar á meðal um ráðstöfun mataraðstoðar félagsins. Þetta hefði legið ljóst fyrir ef mennirnir hefðu fengið að njóta réttar síns til andsvars, eða ef hlutlaus túlkur hefði verið fenginn til að líta yfir gögnin sem fréttin byggir á. Myndband sem fylgir fréttinni rennir engan veginn stoðum undir fréttaflutninginn.

Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV.

Efling hvetur fjölmiðla til að gæta hlutleysis og vandaðra vinnubragða við fréttaflutning.

Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla neðangreint: 

Halla Rut segir ekkert til í fullyrðingum fyrrverandi starfsmanns um salernisskort, rétt sé að í Hjallabrekku sé nóg af salernum.

Sjá einnig: 

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot