fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

Auður Ösp
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 19:00

Helgi Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, telur markmiðið með frumvarpi Silju Daggar göfugt. Hann bendir þó á að rannsóknir sýni að opinber skráning kynferðisbrotamanna gegn börnum, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi ekki dregið úr brotum af þessu tagi.

„Það veitir í raun falskt öryggi þótt útfærsla sé með ýmsu móti með eða án eftirlits lögreglu. Ítrekunartíðni kynferðisbrota er yfirleitt lægri en í öðrum brotum. Samt megum við ekki loka augunum fyrir hættunni af þessum brotum. Aðgerðir eru nauðsynlegar varðandi eftirfylgni með alvarlegustu tilfellunum. Flest brotanna komast þó ekki upp á yfirborðið og eru ekki kærð.

Helgi bendir á að viðeigandi meðferð samhliða refsiúrræðum hafi birst í árangri og beri að efla.

„Mikilvægt að ná til yngri gerenda og brýnt að þeir sjálfir viðurkenni vandann og afleiðingar gjörða sinna. Ef barnagirnd er á háu stigi og vandinn ekki viðurkenndur eykst hætta á brotum. Forvarnir skipta mestu, koma í veg fyrir að brotin séu framin. Ef fordæmingin er alls ráðandi og eingöngu harðar refsingar í boði, er hætta á að þeir þori ekki að stíga fram. Verði afskiptir, uppfullir af ranghugmyndum og hættulegri fyrir vikið.“

Helgi telur að mestu skipti að afplánunin feli í sér viðeigandi meðferð hvort sem er í sérstakri deild eða ekki. „Deild eingöngu fyrir hættulega kynferðisbrotamenn býður upp á þá hættu að hópurinn lokist af í eigin veröld stimplaður af samfélaginu, sem erfitt sé að losna við að lokinni afplánun.“

Þá bendir Helgi á að gerendur snúi aftur í samfélagið hvort sem okkur líki betur eða verr.

„Hægt er að draga úr hættunni með ýmsum aðgerðum eftir afplánun og árangursríka meðferð. Kynhneigð til barna þarf ekki endilega að leiða til nýrra brota. Stuðningur við að ná fótfestu í samfélaginu á ný, frekar en eftirlit og útskúfun, er yfirleitt farsælasta úrræðið. Sem dæmi má nefna stuðningsnetið Circles sem víða þekkist og hefur gefið góða raun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot