fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bryndís verst ásökunum: „Nú þorir fólk ekki lengur að tala við okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, skrifar í dag pistil gegn þeim ásökunum sem bornar hafa verið á mann hennar undanfarið um kynferðislega áreitni. Bryndís fer að þessu sinni ekki efnislega yfir ásakanirnar, fyrir utan þá nýjustu, en lýsir líðan sinni undir þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi undanfarið. Pistilinn birtir hún á Facebook-síðu sinni. Bryndís rifjar upp gamal viðtal við dætur sínar þrjár og hvernig þær fóru fögrum orðum um föður sinn. Ein þeirra, Aldís, hefur hins vegar ásakað hann harðlega í seinni tíð:

„Ef það er eitthvað sem heldur mér á lífi þessa dagana, uppgefin niðurlægð, ötuð drullu og skít upp fyrir haus, úthrópuð sem dusilmenni og drusla, meðvirk og heimsk – þá er það þetta brot úr viðtali við dætur mínar þrjár, sem ég læt fylgja:

Tímaritið Mannlíf birti í febrúar árið 1995 viðtal við systurnar Aldísi, Snæfríði og Kolfinnu, dætur Bryndísar, undir fyrirsögninni: „Þríleikur Baldvinsdætra“. Í viðtalinu beindi blaðamaðurinn, Kristján Þorvaldsson, eftirfarandi spurningu að systrunum:

„En hvernig er að eiga svona pabba og mömmu? Grétuð þið einhvern tímann í koddana ykkar yfir þeim sem börn?“ Snæfríður: „Ég gæti ekki óskað mér betri foreldra“. Aldís: „Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd, sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur… Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur….“ Kolfinna: „… einlægur og tilfinninganæmur…“ Snæfríður: „…heill og heilbrigður í hugsun…“ Aldís: „…fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur“. Kolfinna: „Erum við ekki orðnar of væmnar núna, stelpur?“ Aldís: „Sama er mér! Má hann ekki einhvers staðar njóta sannmælis?“

„Við erum ekki ruddar og tuddar“

Bryndís segir að aldrei hafi borið skugga á samband hennar og Jóns Baldins. Hún skrifar:

„Nákvæmlega svona þekki ég þennan mann, og það hefur aldrei borið skugga á okkar samband. Við höfum aldrei haft neitt að fela, lifað fyrir opnum tjöldum. Okkar dyr standa alltaf opnar til að hjálpa og vernda.Við erum ekki ruddar og tuddar, við umgöngumst fólk af virðingu og væntum- þykju. Höfum verið kennarar allt okkar líf, í skóla, í leikhúsi, í útvarpi, í sjónvarpi, á alþingi. Ég trúði því, að við hefðum staðið okkur vel ? —- Nú þorir fólk ekki lengur að tala við okkur, hvað þá að standa með okkur!“

Segir ásakanir Carmenar alrangar

Bryndís skrifar síðan framhald pistilsins og segir að það hlakki í harðbrjósta konum yfir þjáningum hennar vegna umræðunnar um Jón Baldvin. Þær fyrirlíti konur eins og hana. Í þessum pistli fer Bryndís einnig yfir ásakanir Carmenar um að Jón hafi þuklað afturenda hennar í matarboði á Spáni síðasta sumar. Bryndís telur þær ásakanir fráleitar. Hún skrifar:

Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana. Það er nefnilega ég sem er endanlega fórnarlambið – og það hlakkar í þeim, takið þið eftir því? Þær fyrirlíta konur eins og mig – bara svona venjulegar buddur, sem láta bjóða sér hvað sem er – jafnvel framhjáhald eiginmannsins, hva? – og segja aldrei múkk – standa jafnvel glottandi hjá, á meðan hann þuklar brjóst annarra kvenna. Hvílíkt ógeð!! Lifi ég í annarri veröld? Hvar er ég stödd?  Og þessi kona þarna á þakinu hjá mér í sumar, guð minn góður!! – enda sagði nágrannakona mín, hún Hugrún, eftir á: Bryndís, þið eruð allt of gestrisin, ekki bjóða hverjum sem er í hús ykkar! – En við þessa konu, sem kallar sig Carmen, ætla ég bara að segja eitt: Ég kom gangandi á eftir þér upp stigann og horfði á þig leggja frá þér bakka með hrísgrjónum við hlið mannsins míns, sem var þegar sestur. Og hefði ég séð hann, – sem ég hefði ekki komist hjá, (hef jafnvel augu í hnakkanum, að sögn) „strjúka rass þinn ákaft“, þá hefði ég ekki hikað við að sparka svo fast í rassinn á þér og hönd, að þið hefðuð hvorugt borið ykkar barr síðan. End of story!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Í gær

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út