fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stórtækur þjófur reyndi að borða flugmiðann sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 10:08

Lögreglan á Suðurnesjum við störf sín - myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennileg verkefni rak á fjörur lögreglumanna í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga, eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meðal annars hreiðuðu flugfarþegar um sig á söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og stöfluðu þar upp farangri. Vildu þeir ekki færa sig. Í tilkynningunni segir:

Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína. Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður.

Með mikið þýfi í fórum sínum

Þá var erlendur ferðamaður handtekinn með mikið þýfi á sér. Reyndi hann í fáti að borða flugmiðann sinn. Meðal þess sem maðurinn stal voru ilmvötn og brennivín. Í tilkynningunni segir:

Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar. Lögreglumenn úr flugstöðvardeild handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna.

Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara