fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur karlmanna áreitti konu á veitingastað í Hveragerði í gærkvöld þar sem hún sat með 14 ára gömlum syni sínum að snæðingi. Mennirnir voru með kynferðislegar athugasemdir og börðu í glervegg hjá borði mæðginanna. Konan, sem heitir Sigríður Svanborgar, bað um að fá annað borð fjarri mönnunum og varð veitingastaðurinn við þeirri beiðni. Þegar heim kom þurfi Sigríður að ræða hegðun mannanna við ungan son sinn.

Sigríðu skrifaði pistil um reynslu sína á Facebook og gaf DV leyfi til að endurbirta hann:

„Mér var ílla brugðið í kvöld, þegar ég settist inn á veitingahús hér í Hveragerði til að fá mér að snæða með 14 ára syni mínum. Við erum rétt sest þegar í salinn flykkist hópur af íslenskum karlmönnum greinilega komnir í einhverskonar gír. Þið vitið svona týpískir íslenskir “ Við strákarnir” menn. Við sitjum þarna og erum að skoða matseðilinn þegar allt í einu er byrjað að banka í vegginn gluggann hjá mér ( veggurinn er í raun gluggi inn í lítinn sal þar sem þeir settust ). Þar var einn sem þóttist vera voða sniðugur og benti mér á að koma inn til þeirra. Þetta var gert nokkrum sinnum og kallað ítrekað af hinum og mikið hlegið “xxxxx þarf að fá að ríða “. Þarna sat ég með syni mínum sem sá og heyrði þetta allt……ég var alveg miður mín og að sonur minn þurfti að upplifa þessa framkomu og vanvirðingu gagnvart mömmu sinni…… Ég stóð upp og sagði þjóninum að ég vildi annað sæti sem ég fékk strax. Helst langaði mig að fara enn vildi ekki eyðileggja kvöldið fyrir syni mínum. 

Við borðuðum matinn okkar og fórum svo heim, og ég í raun enn miður mín. Við ræddum þetta og sonur minn gerði sig alveg grein fyrir að þessi framkoma þeirra var viðurstyggileg og í alla staði ófyrirgefanleg.

Ég hef líka hugsað hvort að þessir menn eigi syni sem þeir ala upp í þessa framkomu gagnvart konum og eins hvort ef þeir ættu dætur myndu þeir samþykkja að talað væri svona til þeirra? Jafnvel hlæja þeir bara og hvetja þá áfram?“

Sigríður Svanborgar

Óþolandi menning

Í samtali við DV segir Sigríður: „Ég held við viljum öll að þessi kúltúr breytist.“ Sigríður er fædd árið 1971 og segir hún að þetta leiðinlega atvik hafi rifjað upp fyrir henni erfiðar æskuminningar en faðir hennar var drykkfelldur ofbeldismaður:

„Þegar maður elst við upp við það allt sé manni að kenna og er sagt að eitthvað sé eðlilegt sem er það alls ekki þá ferðu að efast um sjálfa þig. Þetta verður að möntru sem fylgir þér út í lífið. Þannig leið mér í gær. Ég fór að hugsa eftir að ég kom heim hvort ég hefði gert eitthvað óviðeiandi. Bara það að hafa brosað og heilsað þegar þeir komu inn, var það óviðeigandi? Auðvitað ekki, að brosa og kinka kolli þegar maður mætir fólki er bara kurteisi. Það er sjúklegt ef maður þarf að vera grýlulega þegar maður hittir svona karlaskara – bara til að verja sig fyrir áreitni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík

Kókaínmagn fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“

Kveikt í hjóli í Breiðholti: „Þvílíkt þykkur svartur mökkur og eitthvað sem sprakk“
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veittist að lögreglumönnum

Veittist að lögreglumönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot