fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hættulegur hundaníðingur á ferli í Langholtshverfi: Sparkaði í hausinn á hundinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á að giska 17 til 20 ára réðist á hund sem íbúi í Langholtshverfi var með á göngu við Langholtskirkju. Sparkaði maðurinn í höfuðið á hundinum og gekk síðan hlæjandi í burtu. Maðurinn reyndi að ráðast á annan hund en hundaeigandinn hljóp undan honum í skjól. Maðurinn er sagður hávaxinn og þéttur á velli, dökkhærður og klæddur í hettupeysu.

Sigurbjörg Jónsdóttir segir frá sinni reynslu í Facebook-hópnum Langholtshverfi – 104:

„Kæru grannar. Ég upplifði hræðilegan atburð í kvöld á göngu með hundinn minn við Langholtskirkju. Mætti dreng, frekar hávöxnum og bústnum dökkhærðum dreng í hettupeysu ca. 17-20 ára. Hann stoppar rétt hjá mér og sér að hundurinn hefur áhuga á að tala við sig. Þykist ætla að spjalla við hann og ég leyfi hundinum aðeins nær að þefa EN þá dúndrar hann í hausinn á hundinum. Já, hann sparkaði í hann án þess að hundurinn hafi náð að koma við hann, labbar hlæjandi í burtu og gefur tvo fingur á eftir sér án þess að snúa sér við. Látið berast um hverfið og ekki leyfa fólki að klappa hundinum ykkar. Hefur einhver upplifað eitthvað svipað hér í hverfinu?“

Sigurbjörg hefur tilkynnt málið til lögreglu. Hundurinn hennar heitir Kasper og er blanda af border collie, labrador og sheffer. Í spjalli við DV segir Sigurbjörg að hundurinn sé afskaplega ljúfur en hann er rúmlega eins árs. Kasper varð ekki meint af árásinni og hefur það gott núna, að sögn Sigurbjargar. Hann var hins vegar í miklu sjokki eftir atburðinn og vældi mikið. Sigurbjörg var einnig miður sín.

Kasper

Annar íbúi í hverfinu tjáir sig undir færslu Sigurbjargar og skýrir frá því að maður sem fellur undir þessa lýsingu hafi elt sig og hund sinn eftir að hundurinn gelti á manninn. Forðaði þessi íbúi sér inn í hús með hundinn og lokaði að sér áður en hundaníðingurinn náði til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Í gær

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út