fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugs aldri var í Landsrétti í gær dæmdur til 9 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og fyrir brot gegn umferðarlögum.

Þann 24. júní 2016 ók maðurinn á ónýtri bifreið, ofsahraða, undir áhrifum sljóvgandi lyfja aftan á fólksbifreið.  Fólksbifreiðin kastaðist við höggið yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði framan á smárútu. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lét lífið í árekstrinum og farþegi smárútunnar slasaðist.

Ökuníðingurinn játaði fyrir dómi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann ætti langan sakaferil að baki. Hann hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Landsréttur þyngdi með dómi sínum refsingu mannsins, en áður hafði hann verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 8 mánaða fangelsis en af þeim 8 mánuðum áttu sex að vera skilorðsbundnir. Því var Landsréttur ósammála og taldi að með tilliti til sakaferils mannsins, meðal annars, væru engar forsendur fyrir því að skilorðsbinda dóminn. Verður  honum því gert að sæta 9 mánuðum í fangelsi.

Áhugavert er þó að maðurinn var einungis sviptur ökuréttindum í eitt ár.  DV hefur nýlega fjallað um annan ökuníðing sem var svipt ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð brot gegn umferðarlögum. Hún hafði þó aldrei banað manneskju með níðingshætti sínum.

Sjá einnig: 

Bryndís trylltist á Hótel Íslandi: Braut 12 vínflöskur og skemmdi tölvu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Í gær

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum