fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugs aldri var í Landsrétti í gær dæmdur til 9 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og fyrir brot gegn umferðarlögum.

Þann 24. júní 2016 ók maðurinn á ónýtri bifreið, ofsahraða, undir áhrifum sljóvgandi lyfja aftan á fólksbifreið.  Fólksbifreiðin kastaðist við höggið yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði framan á smárútu. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lét lífið í árekstrinum og farþegi smárútunnar slasaðist.

Ökuníðingurinn játaði fyrir dómi en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann ætti langan sakaferil að baki. Hann hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Landsréttur þyngdi með dómi sínum refsingu mannsins, en áður hafði hann verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 8 mánaða fangelsis en af þeim 8 mánuðum áttu sex að vera skilorðsbundnir. Því var Landsréttur ósammála og taldi að með tilliti til sakaferils mannsins, meðal annars, væru engar forsendur fyrir því að skilorðsbinda dóminn. Verður  honum því gert að sæta 9 mánuðum í fangelsi.

Áhugavert er þó að maðurinn var einungis sviptur ökuréttindum í eitt ár.  DV hefur nýlega fjallað um annan ökuníðing sem var svipt ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð brot gegn umferðarlögum. Hún hafði þó aldrei banað manneskju með níðingshætti sínum.

Sjá einnig: 

Bryndís trylltist á Hótel Íslandi: Braut 12 vínflöskur og skemmdi tölvu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Í gær

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni
Fréttir
Í gær

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“

Árný í áfalli í Laugardal: Massaðir hrottar vopnaðir hamri réðust á hóp öryrkja – „Litla stelpan þarf að lifa með þessu alla tíð“
Fréttir
Í gær

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot

Leikmaður Þórs á Akureyri rekinn: Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út

Fjölskylduharmleikur í Reykjanesbæ: Sérsveitin kölluð út