fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Túristi tekinn með tvo lítra af kannabisolíu – Ætlaði að taka olíuna inn sér til heilsubótar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. febrúar 2019 14:34

Lögreglan á Suðurnesjum við störf sín - myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum segir í fréttatilkynningu að hún hafi undanfarna daga langt hald á talsvert magn fíkniefna. Annars vegar vegna húsleitar og hins vegar vegna túrista sem kom með mikið magn kannabisolíu til landsins.

Í húsleitinni var meðal annars lagt hald á amfetamín, kókaín, e-töflur, hass og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja. Í bifreið í eigu húsráðanda fannst einnig talsvert af efnum. Viðkomandi viðurkenndi eign sína á þeim og jafnframt að hafa stundað sölu á fíkniefnum og lyfjum.

Svo var það ferðamaðurinn. „Þá haldlagði lögregla tíu 200 millilítra flöskur með kannabisolíu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði erlendur ferðamaður komið með flöskurnar í farteski sínu til landsins og kvaðst ætla að taka olíuna inn sér til heilsubótar.  Hann hafði verið stöðvaður af tollgæslunni við komuna til landsins,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara