fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Hand áfram í stjórn GR: Dómurinn hefur ekki áhrif á stjórnarsetuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. febrúar 2019 16:31

Ólafur William Hand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekkert sem hefur áhrif á stöðu Ólafs í stjórninni,“ segir Elín Sveinsdóttir, varaformaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), í samtali við Mannlíf. Blaðið greinir frá því í dag að Ólafur, sem var sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni fyrir skemmstu, verði áfram í aðalstjórn GR sem er fjölmennasti golfklúbbur landsins.

DV fjallaði um dóminn í byrjun janúar en í fréttinni sagði meðal annars:

„Atvikið átti sér stað á heimili Ólafs sumarið 2016 er móðirin hugðist sækja dótturina og fara með hana í sumarleyfisdvöl til Indónesíu. Barnsmóðirin, sem fer ein með forsjá barnsins, greindi frá því fyrir dómi að af svörum Ólafs fyrir atvikið teldi hún mega ráða að hann ætlaði ekki að skila barninu í tíma fyrir ferðina þrátt fyrir úrskurð sýslumanns þar um. Vegna þessa og þar sem hún óttaðist viðbrögð hans hafi hún kallað eftir lögreglufylgd.

Barnsmóðirin kom á vettvang með lögreglumanni og sambýlismanni sínum. Hún fór inn í hús Ólafs í óleyfi þegar Ólafur opnaði fyrir henni. Sagði barnsmóðirin í vitnaskýrslu að hún hefði gert það þegar hún heyrði barnið kalla til sín grátandi álengdar. Ólafur var ákærður fyrir að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg. Þá er eiginkona Ólafs ákærð fyrir að hafa hlaupið ítrekað á konuna og klórað hana. Hin ákærðu sökuðu barnsmóðurina um húsbrot og ofbeldi á vettvangi. Lögreglan féll hins vegar frá saksókn á hendur barnsmóðurinni og var sú ákvörðun síðar staðfest af ríkissaksóknara.

Ólafur neitaði að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki, hrint henni í gólfið eða ýtt henni utan í vegg. Hann segist hins vegar hafa gripið um hana ofarlega og lagt hana niður í gólfið.“

Ólafur var sem fyrr segir sakfelldur og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Eiginkona hans var hins vegar sýknuð. Ólafur sagði í yfirlýsingu eftir að greint var frá dómnum að honum yrði áfrýjað.

Ólafi var sagt upp störfum á dögunum sem upplýsingafulltrúi Eimskips. Þar hafði hann starfað í áratug en Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í þessum mánuði að þetta hafi verið gert „samhliða breytingum á skipuriti félagsins og ráðningu nýs forstjóra í janúar“.

Í frétt Mannlífs í dag kemur fram að ekki hafi verið fundað í stjórn GR frá því að Ólafi var sagt upp hjá Eimskip. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í lok febrúar en að sögn Mannlífs hefur ekki fengist uppgefið hvort staða Ólafs verði rædd þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga