fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland reið: Kennir öfga-femínisma um og segir – Konan er ekki svona einföld

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 08:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rökstuðningur, sem fylgir því að það komi engum við nema konunni sjálfri hvort ófullburða barni hennar sé eytt úr móðurkviði eftir 12 vikna meðgöngu, einkennist af öfga-femínisma.“

Þetta segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins í pistli í Morgunblaðinu. Er hún alfarið á móti því að konur geti farið í þungunarrof eftir 12 vikna meðgöngu. Inga Sæland notar þó aldrei orðið þungunarrof, heldur talar alltaf um fóstureyðingu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur lagt til að orðið þungunarrof sé frekar notað og hafa margir tekið undir það. Fóstureyðing sé gildishlaðið og valdi sektarkennd hjá konum.

Sjá einnig: Þetta eru mennirnir sem vilja banna íslenskum konum að fara í þungunarrof – Sjá nánar

Frumvarp Svandísar er nokkuð umdeilt en samkvæmt könnun DV vilja 60 prósent lesenda að konum sé frjálst að fara í þungunarrof fram á 22. viku. DV hefur fjallað ítarlega um frumvarp Svandísar og birti fyrir stuttu umfjöllun um átta karlmenn sem tengjast trúfélögum sem vilja banna þungunarrof rétt eins og Inga Sæland sem segir með ólíkindum að hún skuli vera þvinguð til að taka umræðu um lagabreytingu sem brjóti gersamlega í bága við siðferðis- og lífsskoðanir hennar.

„ … hugsanlega (verður) sú breyting við aðra umræðu frumvarpsins á Alþingi að lagt verði til að heimila fóstureyðingar til loka 18. viku. Mér er spurn, hvað er að þeim takmörkunum sem felast í núgildandi löggjöf? Löggjöf sem virkar fullkomlega fyrir þær konur sem vilja eða þurfa að gangast undir fóstureyðingu.“

Inga segir rökstuðning um frelsi konunnar einnar hvað þetta varðar einkennist af öfga-femínisma.

„Hann á ekkert skylt við skoðanir meginþorra þjóðarinnar. Í þessum rökum er talað um frelsi konunnar, sjálfsákvörðunarrétt hennar yfir eigin líkama,“ segir Inga og bætir við:

„Þá spyr ég: Hefur þetta frelsi verið skert með tilliti til þeirra fóstureyðinga sem framkvæmdar eru hér árlega? Svarið er einfalt. Það er NEI. Nútímakonan hefur svo ekki verður á móti mælt haft fullkomið frelsi til að ákveða það hvort hún kýs að fæða barn sitt eða ekki. Það eina sem ég kalla eftir er að aðgerðin verði framkvæmd eigi síðar en við lok 12. viku meðgöngu nema annað sé óhjákvæmilegt. Á hinni upplýstu 21. öld er ólíðandi að láta að því liggja að konan sé svo einföld að hún viti ekki hvernig börnin verða til. Að hún viti ekki af getnaðarvörnum og hafi ekki áttað sig áþví fyrir 12. viku meðgöngu að hún gangi með barn sem hún af einhverjum ástæðum treystir sér ekki til að ala.“

Sjá einnig: Orðið „fóstureyðing“ veldur konum sektarkennd

Þá segir Inga að nýfæddur ömmustrákur sem hún fékk í fangið í gær hafi fengið hana til að hugsa um „hið skelfilega“ frumvarp.

„Þegar ég horfði á sakleysi hans og fegurð varð mér eðlilega hugsað til þessa nýja fóstureyðingafrumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. Frumvarps sem ég get ekki með nokkru móti réttlætt.“

Þá segir Inga að lokum:

„Ég hugsaði um sálarangist mæðra sem sjá enga aðra möguleika í okkar ríka landi, en að láta eyða barninu sínu. […] Hver einstaklingur á rétt á því að utan um hann sé tekið og honum hjálpað af fremsta megni. Það á líka við um varnarlaust, ófætt lítið barn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“