fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sjúklingur á Vogi kveikti í sér: „Þetta er harmleikur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að sjúklingur á Vogi hafi kveikt í sér um helgina. Sjúklingurinn var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild um helgina með brunasár.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, vildi lítið tjá sig við blaðið. „Þetta er harmleikur fyrir einstaklinginn. Þetta er bara atvik sem verður. Get ekki tjáð mig um það frekar en önnur mál,“ segir Valgerður.

Lögregla varðist allra fregna um málið og engar upplýsingar var að fá frá Landspítalanum. Tveir einstaklingar hafa fyrirfarið sér á Vogi á þeim 40 árum sem sjúkrahúsið hefur verið starfrækt.

Samkvæmt heimildum DV hafði maðurinn látið ófriðlega í matsal á Vogi sem staðsett er á neðstu hæð spítalans. Lögregla og sjúkralið var svo kallað til og var rými þar sem sjúklingar á Vogi dvelja alla jafna við hinar ýmsu tómstundir lokað á meðan hugað var að manninum og öryggi hans tryggt. Þá voru viðbrögð starfsfólks á Vogi fagleg og komu í veg fyrir að verr færi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“

Ragnar Pétur reiður: Leikskólakennara grýtt úr landi – „Er svo svekktur yfir því þjóðfélagi sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki

Hjónabandið tóm leiðindi: Gefum örvandi lyf svo fólk geti einbeitt sér að snjalltækjum – Þunglyndislyf til að fólki leiðist ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp

Leitin að Jóni: „Hefur þú séð bróður minn?“ – Munu ekki gefast upp