fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:18

Kisa sem er ekki tilbúin að fara á heimili og þarf smá endurhæfingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kisan Brie var villiköttur en er nú hamingjusamur heimilisköttur

Samtökin Villikettir Austurland fordæma fyrirhugaðar aðgerðir Fljótdalshérað gegn villiköttum. Fljótdalshérað hefur boðað til aðgerða gegn villiköttum í sveitarfélaginu daganna 18. febrúar til 8. mars. Af því tilefni hefur sveitarfélagið hvatt íbúa sína til að hleypa ekki gæludýrum út yfir næturnar á þessu tímabili, en á nóttunni verður reynt að ná villiköttum í búr.

Samkvæmt Villiköttum Austurlandi verður þeim köttum sem nást í þessum aðgerðum í kjölfarið fargað.

Í færslu á síðunni Reddit var greint  frá stöðunni og og ferðamenn beðnir að sniðganga sveitarfélagið á ferðalögum sínum og hvatt jafnframt til aðgerða gegn sveitarfélaginu til að skapa þrýsting svo hætt verði við veiðarnar.

Dreki var villiköttur en er nú ljúfur heimilisköttur

Aðgerðir í formi þess að skilja eftir athugasemdir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins eða umsagnir á síðum fyrirtækja í sveitarfélaginu svo sem á síðunni Trip Advisor. Með því móti er vonast til að sveitarfélagið láti undan og leyfa villiköttunum heldur að fá þjónustu Villikatta Austurlands.

Rétt er að taka það fram að reddit-færslan tengist samtökunum ekki beint. Höfundur færslunnar er mikill kattavinur sem var mikið um þegar sveitarfélagið tilkynnti um fyrirhugaðar aðgerðir. Færslan var skrifuð í miklu uppnámi en höfundur hennar hefur nú fjarlægt hana og hvetur ekki lengur til þess að fyrirtæki Egilstaða séu sniðgengin.

 

 

Villikettir Austurland starfa eftir aðferðarfræðinni FGS eða fanga, gelda, sleppa og gelda þá ketti sem samtökin ná í búr. Þau gera þó meira en það, þau gefa einnig villiköttum að borða, hýsa fangaða ketti, endurhæfa þá og reyna svo að finna þeim heimili. Á síðasta ári ættleiddu fleiri en 40 fjölskyldur kisur hjá samtökunum.

Að þeirra mati eru aðgerðir Fljótdalshérað með öllu óþarfar þar sem samtökin starfi með sama markmið að huga, það er að halda fjölda villikatta í skefjum. Hins vegar eru þeirra aðgerðir öllu mannúðlegri og séu jafnframt sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Starfsmenn Villikatta Austurlands, um 20 talsins, starfa launalaust og samtökin verja öllu sínu fjármagni í að fæða og hýsa villikettina.

Þeir kettir sem ekki er hægt að koma á heimili, svo sem vegna þess að þeir eru einfaldlega of villtir eða mannafælur, eru geldir og þeim svo sleppt til að lifa lífinu til enda, án þess að geta af sér afkvæmi.

Villikettir Austurland hafa fundið heimili fyrir allar þessar kisur og fleiri

Í ákallinu á Reddit kemur fram:

„Við erum í erfiðri stöðu. Ekki nema okkur takist með því að vekja athygli á málinu að stöðva aðgerðirnar, mun Fljótsdalshérað  veiða hver einasta villikött sem þeir finna án vægðar. Samkvæmt þeim teljast allir kettir, sem ekki eru örmerktir, villtir, jafnvel þó þeir séu gæfir eða fyrrverandi heimiliskettir. Þessir kettir verða því líka drepnir, þrátt fyrir að við höfum boðist til að finna fyrir þá heimili og hýsa þá þar til heimili finnst. Hvaða kettir haldið þið að endi í gildrunum? Það munu vera þeir gæfustu og líka yngstu kettlingarnir, sem eru líklega þeir sem auðveldast væri að finna heimili fyrir ef við fengjum að ná þeim.“

Jafnframt er bent á þá hættu  að í gildrur Fljótdalshéraðs veiðist læður sem eiga kettlinga. Kettlingarnir myndu þá svelta eftir að móðir þeirra hyrfi. Sem stendur eru samtökin að gera sitt besta til að veiða eins marga ketti og þau geta, til að bjarga þeim frá fyrirhuguðum veiðum Fljótdalshéraðs. Rétt er að benda á að á meðfylgjandi myndum eru villikettir sem samtökin hafa bjargað. Þessir kettir hefðu ekki lifað að fyrirhugaðar aðgerðir Fljótdalshéraðs þar sem þeir töldust villtir áður en þeir hlutu endurhæfingu og góð heimil

Fljótsdalshérað hefur áður starfað í trássi við lög um velferð dýra en á síðasta ári fjallaði DV um brot Kára Ólasonar, dýraeftirlitsmanns Fljótdalshéraðs, þegar hann drap sex mánaða kettling sem ekki var villtur. Þá hafði Kári fangað kettling og fargað undir eins, í stað þess að bíða í tvo sólarhringa eins og reglugerðir og samþykktir sveitarfélagsins kveða á um. Jafnframt aflífaði hann kettlinginn sjálfur, í stað þess að láta dýralækni sjá um það, en það er einnig brot á áðurnefndum reglum og samþykktum. Í samtali við blaðamann DV sagði Kári:

„Ég hef lengi starfað við það að aflífa svona skepnur og tel mig alveg hafa fulla heimild til þess og það kemur þá bara í ljós á opinberum vettvangi ef það er minn misskilningur.“

 

FRÉTTIN HEFUR VERIÐ UPPFÆRÐ:

Áður var látið að því liggja að Villikettir Austurlandi hefði staðið að baki færslunni á Reddit, það er ekki rétt og hefur færslan verið uppfærð til að endurspegla það. Höfundur færslunnar eyddi færslunni eftir að fréttin var birt þegar hann gerði sér grein fyrir að ekki væri rétt að hvetja til sniðgöngu fyrirtækja á Egilsstöðum. Enda tengjast þau ekki ákvörðunum sveitarfélagsins.  

Sjá einnig: 

Kári drap kettling Sonju – „Neitar að hafa skotið hann: Upplýsi ekki hvernig ég drap hann“

Glói makindalegur, en hann var einu sinni villiköttur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”