fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 20:00

Falleg mæðgin: Þorbjörg og Einar litli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum mjög hamingusöm bara tvö saman. Mér finnst þetta í raun meiri missir fyrir föðurinn en okkur og sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna,“ segir Þorbjörg Jónína Þorfinnsdóttir . Hún hefur stefnt knattspyrnumanninum Zeze Lago Anderson fyrir Héraðsdóm Norðurlands vestra til viðurkenningar á faðerni.

Þorbjörg Jónína, sem er 23 ára gömul, býr á Sauðárkróki. Sumarið 2016 kynntist hún lítillega knattspyrnumanninum Zeze Lago Anderson á Ísafirði. Zeze þessi er frá Fílabeinsströndinni og spilaði á þessum tíma með Vestra, sameiginlegu liði Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Þó að kynni Þorbjargar og Zeze hafi verið stutt voru þau svo góð að þau gátu barn saman.

Zeze vildi hins vegar ekkert með barnið hafa og fljótlega eftir fæðingu þess lokaði hann á öll samskipti við Þorbjörgu. Hefur hún því neyðst til að stefna honum til að knýja fram barnsfaðernismál.

Vefur Mannlífs skýrði fyrst frá þessu máli í gær og rakti stefnuna. Þorbjörg er ekki sátt við umfjöllun miðilsins: „Ég hafði ekki hugmynd um að Mannlíf hefði birt þetta. Mér finnst leiðinlegt að ekki sé haft samband við neinn áður en svona persónuleg grein er birt,“ segir Þorbjörg í samtali við DV um málið.

Var ekki hugað líf eftir fæðinguna

„Mér finnst þessi framkoma mjög leiðinleg gagnvart barninu og mér varð hugsað til þess að hann hefði getað orðið munaðarlaus því ég var hætt komin eftir fæðinguna,“ segir Þorbjörg sem var í lífshættu í nokkra daga eftir fæðingu drengsins:

„Hann var tekinn með keisara og ég fylltist af bjúg. Lungun fylltust og í raun kafnaði ég. Ég var sett í öndunarvél. Eftir þrjá daga var ferlið orðið betra og ég farin að sýna lífsmörk. Síðan náði ég mér vel. En á meðan þessu stóð var drengurinn bara hjá ljósmæðrum og hjúkrunarfólki.“

Drengurinn var skýrður Einar Elís Þorbjargarson og verður hann tveggja ára gamall í næsta mánuði. Þorbjörg segir að hann muni fá að vita hver faðir hans er í fyllingu tímans: „Ég geymi öll skjöl og þess háttar og þegar hann er eldri fær hann allar upplýsingar,“ segir Þorbjörg.

Hún segist hafa notið mikils stuðnings hjá tvíburabróður sínum og einnig hafi foreldrar hennar aðstoðað eftir fremsta megni. Öll fjölskyldan býr á Sauðárkróki og Þorbjörgu og Einari litla vegnar vel. Þau eru bæði hraust og Þorbjörg er með ágæta vinnu á pósthúsinu. „Svo eigum við líka alveg yndislega stuðningsfjölskyldu,“ segir Þorbjörg.

Zeze lætur ekki ná í sig

Zeze neitaði því að hann gæti átt barnið og lokaði síðan í kjölfarið á öll samskipti við Þorbjörgu. Hún segir að enginn annar komi til greina sem faðir drengsins. Ekki er vitað hvar Zeze heldur sig en talið er líklegast að hann sé einhvers staðar niðurkominn í Frakklandi. Hann hefur spilað knattspyrnu víða um heim með lítt þekktum liðum en Zeze verður þrítugur næsta sumar. Tilraunir Vestra, hans gamla félags, til að hafa upp á manninum, hafa reynst árangurslausar.

Þorbjörg fær greitt bráðabirgðameðlag en Zeze mun bera að greiða meðlag síðar gangist hann undir faðernispróf og reynist sannað að hann sé faðirinn.

Zeze

Í stefnunni segir meðal annars:

„Stefnandi byggir kröfu sína á því að barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína og að móður sé skylt að feðra barn sitt þegar feðrunarreglur 2. gr. barnalaga nr. 76/2003 eiga ekki við, sbr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003. Barn er þá feðrað með samþykki föður eða með dómsúrlausn. Móðir stefnanda hefur ítrekað reynt að ná sambandi við stefnda í ýmist í gegnum samskiptamiðla en hann ekki svarað, og nú síðast með aðstoð embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, án árangurs.

Móðir stefnanda hefur meðal annars reynt að setja sig í samband við stefnda í gegnum Facebook og Instagram. Formaður knattspyrnudeildar Vestra, Samúel Samúelsson, hefur ekki upplýsingar um hvar stefndi er niðurkominn en þeir hafa jafnframt reynt að hafa upp á honum (dskj. 18). Þegar stefndi kom hingað til lands sumarið 2016 hélt hann því fram að hann væri með franskt ríkisfang, sem síðar reyndist rangt (dskj. 19). Stefndi var því aldrei skráður með íslenska kennitölu né undir nafni hjá Þjóðskrá Íslands.“

Í stefnunni kemur fram að tilraunir til að hafa uppi á Zeze hafi hingað til verið árangurslausar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi