fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hungurmörk einstæðrar móður og tveggja barna hennar eru á miðnætti föstudagskvöldið 22. febrúar.“

Þannig hefst pistill eftir Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins á Facebook. Þar fer Gunnar Smári ítarlega yfir kjör einstæðra mæðra og setur upp dæmi konu sem hefur 300 þúsund í mánaðarlaun, raunveruleiki sem margir Íslendingar búa við. Hún borgar 12 þúsund krónur í lífeyrissjóð, 2.100 kr. í félagsgjald og 49.940 kr. í skatt. Þá stendur einnig til að mótmæla kjörum þeirra lægst settu þann 23. febrúar á Austurvelli og eru það Gulu vestin sem standa fyrir mótmælunum sem bera nafnið Hungurgangan. Gunnar Smári segir:

„Eftir standa 235.960 kr. sem þessi verkakona fær útborgað. Því til viðbótar fær fjölskyldan 68.724 kr. í meðlag með börnunum og 77.625 kr. í barnabætur, samtals 382.309 kr. til ráðstöfunar eftir skatta og frádrátt.“

Konan er síðan á leigumarkaði og tilgreinir Gunnar Smári að meðalfermetraverð á þriggja herbergja íbúð í mið- og vesturbæ Reykjavíkur, þar sem flestar leiguíbúðir eru, er í dag 2.801 kr. fermetrinn eða 210.075 kr. fyrir 75 fermetra íbúð. Gunnar Smári segir:

„Einstæð móðir og tvö barna hennar með 300 þús. kr. tekjur á mánuði plús meðlag fær 50.261 kr. í húsnæðisbætur. Reikna má með 15 þús. kr. í hússjóð, rafmagn, hita og annan húsnæðiskostnað. Nettó húsnæðiskostnaður er því 174.814 kr. á mánuði.

Ef annað barnið er í dagvist meðan mamman vinnur þá kostar það fjölskylduna 21.512 kr.“

„Eftir skatt, lífeyrissjóð, launatengd gjöld, húsnæðiskostnað og dagvist hefur fjölskyldan því 185.983 kr. fyrir öðrum útgjöldum; fæði, klæði, samgöngum o.s.fv,“ bendir Gunnar Smári á og bætir við:

„Samkvæmt framfærsluviðmiðum Umboðsmanns skuldara á einstæðu foreldri með tvö börn að duga 236.730 kr. á mánuði fyrir öðrum kostnaði en dagvist, húsnæðiskostnaði og tilheyrandi. Það gera 8.455 kr. á dag.“

Þegar hér er komið við sögu hefur einstæða móðirin og börn hennar einungis 185.983 kr. til ráðstöfunar. Sú kalda sorglega staðreynd blasir við að fjölskyldan á því aðeins fyrir framfærslu sinni í febrúar fram að miðnætti föstudagskvöldið 22. nóvember. Gunnar Smári segir:

„Þegar klukkan slær eru allir peningar búnir og fram undan helgi og heil víka, allt fram á föstudaginn 1. mars þegar launin koma. Hungurmörk þessarar fjölskyldu liggja því á miðnætti föstudaginn 22. febrúar. Hún getur lifað þangað til, en ekki eftir það. Frá aðfaranótt laugardagsins fram á föstudagseftirmiðdag mun þessi einstæða móðir og börnin hennar tvo svelta. Þannig er Ísland í dag.“

Skömminni skilað á Austurvelli

Gunnar Smári hefur einnig birt fleiri dæmi og færir rök fyrir því að einstaklingur með 300 þúsund í laun verði við hungurmörk 21. febrúar klukkan þrjú. Gulu vestin hafa því ákveðið að boða til Hungurgöngu þann 23 febrúar klukkan tvö á Austurvelli. Um þann viðburð segir:

„Fólk á lægstu launum, örorkulífeyri og eftirlaunum hefur ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tug þúsundir einstaklinga og fjölskyldna. Það er þjóðarskömm.“

Þá segir enn fremur:

„Við mótmælum að fólki fái ekki laun og lífeyri sem dugar fólki ekki til að framfleyta sér. Við mótmælum því að í einu af ríkustu samfélögum veraldar sé fólk dæmt til fátæktar, bjargarleysis, ótta og örvæntingar.

Vér mótmælum öll. Á Austurvelli laugardaginn 23. febrúar. Á þeim degi hafa þúsundir landsmanna stigið yfir hungurmörkin, eru búin með launin sín og lífeyri í febrúar, eiga ekkert eftir til að framfleyta sér út mánuðinn.“

Er skorað á fólk sem býr við þessar ömurlegu aðstæður að mæta á Austurvöll og skila skömminni. Þar segir:

„Þau bera ekki ábyrgð á fátæktinni sem þau hafa orðið fyrir. Það er samfélagið sem ber ábyrgðina. Og það er til lausn; að hækka lægstu laun og lágmarks lífeyri og eftirlaun.

Fólk sem ofbýður þær aðstæður sem fólk á lægstu launum eru búnar er hvatt til að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu með láglaunafólki, öryrkjum og eftirlaunafólki.“

Hér má lesa frekari upplýsingar um viðburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg

Hefur þú séð Lily ? – Rænt fyrir utan Super 1 á Hallveigarstíg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara

Skotárásin í Christchurch með augum pólítískra skopmyndateiknara