fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

SMS-ið kom upp um hann: Nauðgaði fyrrverandi kærustu -„Mer fannst thessi helgi mesta skemtun sem eg hef gert I langan tima“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var á dögunum dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi kærustu sinni. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. febrúar síðastliðinn.  Jafnframt var honum gert að greiða fyrrverandi kærustu sinni 1,2 milljónir í miskabætur.

Fer bara að gráta af sársauka

Maðurinn hafði í janúar 2015 mælt sér mót með fyrrverandi kærustu sinni. Hún kom til hans og þau höfðu samfarir, með fullu samþykki og vilja beggja. Síðan brugðu þau sér saman út á lífið og höfðu samfarir að nýju við heimkomuna.

Að seinni samförunum loknum vildi konan fara að sofa, enda í glasi og þreytt. Karlmaðurinn var þó á öðru máli, hann vildi meira. Hann reyndi að koma henni úr nærbuxunum og dró þær niður með valdi. Hún, sem líkt og áður segir vildi fara að sofa, kippti þeim jafnharðan upp aftur og sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hann gafst þó ekki upp. „Og á endanum bara einhvern veginn bara leyfði ég þessu að gerast,“ sagði konan fyrir dómi.

Eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi tókst henni að sofna. En það entist þó ekki lengi. Hún vaknaði síðar um nóttina við að hann væri að beita hana kynferðisofbeldi á ný:

„Og hann hlustaði ekki þannig hann, já bara gerði nákvæmlega það sama aftur. Og á einhverjum tímapunkti, man ekki hvort það var í fyrra eða seinna skiptið allavega að ég fer að gráta […] fer bara að gráta af sársauka og svo þegar hann er búinn þá fer ég bara inn á bað og græt þar og fer svo aftur að sofa.“

Áverkar á ytri kynfærum

Daginn eftir fór hún heim til sín, en gerði sér grein fyrir að það sem átt hefði sér stað um nóttina, væri ekki í lagi. Hún leitaði á neyðarmóttöku þar sem skoðun sýndi fram á áverka á ytri kynfærum sem samkvæmt skýrslu læknis : „Koma heim og saman við grófar samfarir og/eða án undirbúnings eða sleipiefnis.“ Konan hafði seinna samband við karlmanninn á Facebook þar sem hún sagði honum:

„Sagði honum bara það ekki vera í lagi og […] sagði bara við hann það er til orð yfir það sem þú gerðir og ég held þú vitir hvaða orð það er […] og ég sagði bara við hann að ég hefði ekki áhuga á því að tala við hann aftur“

Maðurinn sendi henni svo nokkurs konar afsökunarbeiðni í smáskilaboðum.

„Mig Langar ad spjalla adeins eftir thetta. eg vill saettast og eg vona thu getir fyrirgefid mer en mer thykir vaent um thig samt og vill allt besta fyrir thig ef thu vilt tala vid mig, hringiru bara ef ekki tha respecta eg tad og segji bara bless. i guess. tad er omurlega leidinlegt ad missa vin eins og thig utaf thessu. 🙁 … mer fannst thessi helgi mesta skemtun sem eg hef gert I langan tima en eg var samt of akafur vid thig tharna i endann og eg veit tad ogmig langar ad baeta ther tad upp ehvveginn I stadin fyrir ad haetta tala vid thig bara…“

Neitaði sök

Karlmaðurinn neitaði sök og hélt því fram að samþykki hefði verið til staðar og að smáskilaboðin hans hefði aðeins verið send því hann hélt „að þetta væri bara svona þynnkumál hjá henni“

Hann hélt því einnig fram að áverka konunnar mætti rekja til fingra hans. Í dómnum segir:

Í skýrslutökunni var ákærði spurður hvort brotaþoli hefði fengið einhverja áverka eða kvartað yfir sársauka og sagði að eftir að hann hefði verið hættur hefði hún sagt „ég held að píkan mín sé bara eitthvað handónýt eða eitthvað, ég man vel eftir að hún sagði það.“ Spurður hvað hún hefði átt við sagðist ákærði ekki vita það, en […] þannig að það gæti alveg verið hún sé að kvarta undan einhverjum gömlum málum“

Dómari tók þá útskýringu þó ekki trúanlega og fannst að smáskilaboðin sem karlmaðurinn hafði sent konunni í kjölfar atviksins bæru með sér að eitthvað alvarlegt hefði átt sér stað. Smáskilaboðin voru talin veita ákærunni verulega stoð þar sem karlmaðurinn hefði verið að svara Facebook skilaboðum konunnar og aldrei hafnað því að um nauðgun hefði verið að ræða. Þá bar læknir vitni og sagði að sjáanlegir áverkar hefðu verið á konunni. Þá sakaði hún manninn einnig um að hafa rifið í hár hennar.

Þá sagði einnig í dómnum:

Niðurstöður endurtekins greiningarmats sýna að [konan] þjáðist af áfallastreituröskun […] Sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvara einkennum sem eru þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Niðurstöður sjálfsmatskvarða samsvöruðu vel frásögnum hennar í viðtölum. Hún virðist ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér.

Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og gert að sæta 18 mánuðum í fangelsi og greiða 1,2 milljónir í miskabætur til fyrrverandi kærustunnar. Þá þarf hann að greiða 1.076.320 til verjanda síns, Stefán Karls Kristjánssonar og 737.800 til lögmanns stúlkunnar, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur auka 300.070 í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?