fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum varar við mögulegum nauðgunarlyfjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar mál þar sem grunur leikur á að konu hafi verið byrlað nauðgunarlyf áður en brotið var á henni. Hvetur lögreglan fólk til að sýna fyllstu aðgát þar sem líklegt er að efnum sé blandað í drykki á skemmtistöðum. Lögreglan kallar einnig eftir því að starfsfólk á skemmtistöðum hafi vakandi auga með hegðun gesta og kalli til lögreglu ef aðstoðar er þörf. Einnig sé mikilvægt að aðstoða gesti ef grunur leikur  á um lyfjabyrlun. Eftirfarandi er fréttatilkynning lögreglunnar vegna málsins:

Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar ætlað kynferðisbrot þar sem grunur leikur á að konu hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistað í Reykjanesbæ þannig að hún hafi ekki getað spornað við því að brotið væri gegn henni. Þá hafa lögreglu borist af því spurnir að fleiri konur hafi lent í sömu aðstæðum á skemmtistöðum í umdæminu að undanförnu án þess að kærur hafi borist vegna þeirra tilvika. Lögreglan vill af þessu tilefni vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að sýna fyllstu aðgát en telja má víst að efnum sé blandað út í drykki fólks á skemmtistöðum með þessum afleiðingum. Jafnframt beinir lögreglan því til starfsfólks á skemmtistöðum að fylgjast vel með gestum, kalla eftir aðstoð lögreglu og aðstoða gesti eftir atvikum ef einhver grunur er uppi um lyfjabyrlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Er Simmi Vill hinn sanni maður fólksins? – Segir að sér þrengt: „Ég drekk svart kaffi og elska Íslenskar hefði“

Er Simmi Vill hinn sanni maður fólksins? – Segir að sér þrengt: „Ég drekk svart kaffi og elska Íslenskar hefði“
Fréttir
Í gær

Þetta sprengdi hausinn á Einari Bárðar

Þetta sprengdi hausinn á Einari Bárðar
Fréttir
Í gær

Ísak líkir andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt – „Hliðstæðurnar eru grátbroslegar“

Ísak líkir andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt – „Hliðstæðurnar eru grátbroslegar“
Fréttir
Í gær

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn hættur hjá IKEA

Þórarinn hættur hjá IKEA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

VR endurgreiðir félagsmönnum WOW-gjafabréf

VR endurgreiðir félagsmönnum WOW-gjafabréf