fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Hátt fall bauna

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Eldri maður gerði sig líklegan til þess að ráðast á Soffíu Sólveigu: „Eftir sat ég ein í bílnum með ungabarn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Soffía Sólveig með eiginmanni sínum og fjögurra mánaða gamalli dóttur þeirra á ferðinni þegar þau ákváðu að koma við í Krónunni. Dóttir þeirra svaf vært í bílnum og ákvað Soffía því að bíða með henni fyrir utan verslunina á meðan maðurinn hennar stökk inn til þess að versla.

„Ég passa mig alltaf þegar ég legg að leggja vel innan línanna á stæðinu og það var engin undantekning áðan,“ skrifaði Soffía í gær sem gaf DV góðfúslegt leyfi til þess að greina frá leiðinlegu atviki sem hún varð fyrir.

„Á meðan ég bíð koma eldri hjón út úr búðinni og ganga í átt að bílnum hægra megin við mig. Karlinn hristi hausinn því það var ekki mikið pláss á milli bílanna. Hann hafði sjálfur ekki lagt sérlega vel í stæðið. Í stað þess að leggja hurðina varlega upp að bílnum mínum á meðan hann færi inn í bílinn sinn ákvað hann að ég væri greinilega fyrir honum og skellti hurðinni sinni af öllum kröftum í bílinn minn.“

Soffíu brá eðlilega þegar höggið kom á bíl hennar og horfði hún spyrjandi yfir á manninn sem var þá komin inn í sinn bíl.

Sat eftir með tárin í augunum

„Með látbragði og reiði svip fór hann að skammast yfir litlu bili á milli bílanna. Ég varð frekar reið og gerði þau mistök að gefa karlinum puttann, sem ég viðurkenni fyllilega að var ekki gáfulegt af mér. Hann brást hinn versti við, reif upp hurðina á sínum bíl og steig út eins og hann ætlaði að fara að ráðast á mig. Sem betur fer greip konan hans í hann og dró hann inn í bílinn og þau fóru. Eftir sat ég, ein í bílnum með ungabarn, tárin í augunum og í áfalli yfir þessu.“

Vegna þess hve miklu áfalli Soffía var yfir hegðun mannsins gleymdi hún að taka niður númer bílsins en veltir því fyrir sér hvernig fólk geti hagað sér svona gagnvart náunganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar

Búseti hækkar leiguna um fimm prósent: Segja hækkunina nauðsynlega til að tryggja örugga leigu til framtíðar
Fréttir
Í gær

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét

Dóttir Berglindar sárþjáð: Þurfti að keyra alla leið til Reykjavíkur eftir verkjalyfi – Hélt fyrir eyrun og grét
Fréttir
Í gær

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“
Fréttir
Í gær

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“

Kristín kom að Brynjari látnum: „Ég var með einhverja ónotatilfinningu“
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stal kjöti frá sendli

Stal kjöti frá sendli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“