Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Sprengilægðin kemur á morgun: Spá 100 til 200 sm af snjó

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Severe Weather Europe, sem virðist sérhæfa sig í vondu veðri, segir að á morgun komi svokölluð sprengilægð, eða bombogenesis til Íslands. Á vefnum er spáð allt að 200 sentímetrum af snjó norðantil á landinu og vindhraða sem líkist helst fellibyl.

Flestir hafa eflaust ekki heyrt orðið sprengilægð oft og hljómar það raunar mjög ógnvekjandi. Trausti Jónsson veðurfræðingur fjallaði um það fyrirbæri árið 2006 á vef Veðurstofunnar.

„Morguninn 9. nóvember 2006 nálgaðist landið lægð sem hafði dýpkað um 48 mb á einum sólahring. Lægðir sem dýpka svo hratt eru kallaðar sprengilægðir og er hér farið yfir þær aðstæður og þau skilyrði sem voru í andrúmsloftinu dagana áður en lægðin varð sprengilægð.“

Vegagerðin hefur birt áætlun um lokanir vegna veðurofsans sem gengur yfir landið á morgun og næstu daga. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi