Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Íslendingur sagður hafa neytt konu út í vændi með barsmíðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlegar þrítugur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Þetta kemur fram í frétt hjá RÚV.

Öll brot mannsins beinast gegn sömu konunni en hann hefur áður reynt að drepa konuna.

Maðurinn neyddi hana til samræðis við annan mann gegn greiðslu og hirti síðan peninginn sem maðurinn borgaði. Hann barði konuna síðan þegar hún vildi ekki hafa samræði við annan mann sama dag.

Konan segir manninn hafi krafist þess að hún stundaði vændi til að fjármagna fíkniefnaneyslu hans.

Lögreglan lagði mikla áherslu á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann er talinn geta verið lífshættulegur. Konan segist óttast manninn og er hrædd um að hann skaði hana eða börn hennar.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til föstudagsins 13. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Í gær

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi