fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslendingur sagður hafa neytt konu út í vændi með barsmíðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:41

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlegar þrítugur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Þetta kemur fram í frétt hjá RÚV.

Öll brot mannsins beinast gegn sömu konunni en hann hefur áður reynt að drepa konuna.

Maðurinn neyddi hana til samræðis við annan mann gegn greiðslu og hirti síðan peninginn sem maðurinn borgaði. Hann barði konuna síðan þegar hún vildi ekki hafa samræði við annan mann sama dag.

Konan segir manninn hafi krafist þess að hún stundaði vændi til að fjármagna fíkniefnaneyslu hans.

Lögreglan lagði mikla áherslu á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann er talinn geta verið lífshættulegur. Konan segist óttast manninn og er hrædd um að hann skaði hana eða börn hennar.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til föstudagsins 13. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi