fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Íslendingur sagður hafa neytt konu út í vændi með barsmíðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlegar þrítugur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Þetta kemur fram í frétt hjá RÚV.

Öll brot mannsins beinast gegn sömu konunni en hann hefur áður reynt að drepa konuna.

Maðurinn neyddi hana til samræðis við annan mann gegn greiðslu og hirti síðan peninginn sem maðurinn borgaði. Hann barði konuna síðan þegar hún vildi ekki hafa samræði við annan mann sama dag.

Konan segir manninn hafi krafist þess að hún stundaði vændi til að fjármagna fíkniefnaneyslu hans.

Lögreglan lagði mikla áherslu á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann er talinn geta verið lífshættulegur. Konan segist óttast manninn og er hrædd um að hann skaði hana eða börn hennar.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til föstudagsins 13. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“
Fréttir
Í gær

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð