fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hrottaskapur við Hlölla – Hjörvar sakaður um að hafa lúbarið mann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Ari Ragnarsson, 23 ára karlmaður, hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás sem ku hafa átt sér stað við Hlöllabáta í miðbænum. Árásin er sögð hafa átt sér stað aðfaranótt fimmtudags fyrir tveimur árum.

Hjörvar Ari er sakaður um að hafa ráðist á annan mann með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð og líkama, þar á meðal að minnsta kosti eitt hnéspark í höfuð.

Samkvæmt ákæru voru afleiðingar þessa að maðurinn „féll í jörðina og hlaut rifbrot hægra og vinstra megin, heilahristing, brot úr neðri augntönn vinstra megin og sprungu í glerung, mar og bólgu á hægri kinn, mar á hægri upphandlegg og öxl, skrapsár á háls hægra megin og á hægra hné.“

Fórnarlambið fer fram á ríflega eina milljón króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus