fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 09:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann og farþega í bíl hans um helgina en þeir eru grunaðir um að hafa ýmislegt óhreint í pokahorninu. Þannig er ökumaðurinn grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Að auki er hann grunaður um þjófnað og fleira.

Í skeyti sem lögregla sendi frá sér kemur fram að farþeginn, sem var á leið í flug, reyndist vera með mikið magn af óopnuðum ilmvötnum og öðrum varningi í pakkningum sem grunur leikur á að séu þýfi. Einnig var hann með dýran merkjafatnað. Í fórum sínum hafði hann einnig íslenskt ökuskírteini sem eigandinn hafði tilkynnt stolið. Ekki gat maðurinn sýnt kvittanir fyrir varningnum sem hann var með.

Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu vegna ætlaðrar brotastarfsemi hér á landi.

Þá kærði lögreglan fáeina ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi