fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Gómaður með dýran merkjafatnað og íslenskt ökuskírteini í farangrinum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 09:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann og farþega í bíl hans um helgina en þeir eru grunaðir um að hafa ýmislegt óhreint í pokahorninu. Þannig er ökumaðurinn grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Að auki er hann grunaður um þjófnað og fleira.

Í skeyti sem lögregla sendi frá sér kemur fram að farþeginn, sem var á leið í flug, reyndist vera með mikið magn af óopnuðum ilmvötnum og öðrum varningi í pakkningum sem grunur leikur á að séu þýfi. Einnig var hann með dýran merkjafatnað. Í fórum sínum hafði hann einnig íslenskt ökuskírteini sem eigandinn hafði tilkynnt stolið. Ekki gat maðurinn sýnt kvittanir fyrir varningnum sem hann var með.

Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglu vegna ætlaðrar brotastarfsemi hér á landi.

Þá kærði lögreglan fáeina ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“