fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Einn í gæsluvarðhald vegna mannslátsins í gær

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 15:02

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fimmtugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald, eða til 19. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í gær.

Eins og fram hefur komið féll hinn látni fram af svölum íbúðar fjölbýlishúss í austurborginni eftir hádegi í gær og var fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fimm karlmenn voru handteknir á vettvangi og hefur einn þeirra verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi, líkt og áður sagði, en hinir fjórir eru lausir úr haldi lögreglu.

Mennirnir eru allir erlendir og einnig sá látni.

Rannsókn lögreglu gengur vel, en hún miðar að því að leiða í ljós með hvaða hætti maðurinn féll fram af svölunum.

Miðað við þessa þróun málsins er ljóst að möguleiki er á því að andlát mannsins hafi verið af mannavöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“
Fréttir
Í gær

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl

39 ný smit í gær – Ekki fleiri í einangrun síðan 16. apríl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílslys á Vesturlandsvegi

Bílslys á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“

Hakkar í sig pistil Önnu Karenar – „Erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð