Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Systir Jóns Þrastar tjáir sig – Slæmur félagsskapur líklegasta orsökin: „Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 6. desember 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu mánuðum eftir að Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust á Írlandi hefur systir hans, Anna Hildur Jónsdóttir, ráðið írskan einkaspæjara, til að ráða gátuna um hvarf Jóns. Fjölskylda hans hefur leitað hátt og lágt í borginni síðan Jón Þröstur hvarf, en hann er á 42. ári og fjögurra barna faðir.

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan 9. febrúar. Hann var þá staddur í Whitehall-hverfinu í Dublin. Jón Þröstur lenti í borginni kvöldið áður en hann hvarf en hann ætlaði að taka þátt í pókermóti sem hófst á miðvikudeginum í vikunni á eftir.

Síðast sást til Jóns Þrastar í grennd við Highfield-sjúkrahúsið. Hermt er að mögulega hafi hann sest í bifreið og getur hann hafa farið hvert sem er innan Írlands.

Í einkaviðtali við breska fjölmiðilinn The Sun segir Anna Hildur að börn Jóns Þrastar eigi rétt á að vita hvað gerðist. „Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja börnunum og okkur það sem eftir er,“ segir Anna.

Að sögn Önnu Hildar hafði Jón Þröstur gert ýmsar ráðstafanir með fjölskyldu sinni og tekur hún fram í viðtalinu að til hafi staðið hjá honum að sækja um ný leigubílaréttindi. Systir Jóns Þrastar efast þó um að hann sé á lífi í dag og telur líklegt að vafasamir aðilar hafi ráðið hann af dögum.

„Ég er afar hrædd um að hann sé ekki á lífi og það ýtir undir þær grunsemdir sem ég hef um að einhver hafi gert honum eitthvað,“
segir Anna Hildur.

Interpol lýsti eft­ir Jóni Þresti um miðjan mars og írska lög­regl­an ít­rekaði beiðni sína um aðstoð frá al­menn­ingi við leit­ina að Jóni Þresti í byrj­un apríl. Litl­ar sem eng­ar ábend­ing­ar hafa borist frá því að björg­un­ar­sveit kembdi leit­ar­svæði í borg­inni í byrj­un mars og ábend­ing barst um að Jón Þröst­ur hefði mögu­lega ferðast með leigu­bíl.

Þegar Jón Þröstur sást yfirgefa hótelið sitt í Dublin var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti hafa verið með stóra fjárhæð í peningum á sér.

„Við vitum vel að hann flúði einfaldlega ekki lífið sitt. Hann hafði svo margt á dagskránni og við erum fullviss um að hann hafi ekki flúið. Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir hafi farið illa eftir þetta pókermót. Kannski datt hann í slæman félagsskap eftir á. Kannski vann hann of mikinn pening og einhverjum líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann. Það er mín tilfinning.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“

Sólveig segir ótrúlegt að Árni Páll hafi lækað „kvenfyrirlitningu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni
Í gær

Auður, eitur og aftaka – „Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hinum mikla skapara alheimsins, að ég er saklaus“

Auður, eitur og aftaka – „Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hinum mikla skapara alheimsins, að ég er saklaus“
Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Sandgerðisvegi

Bílslys á Sandgerðisvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi