fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þordís Elva lenti í eltihrelli en hann átti ekki síðasta orðið: „Þetta var eina athugasemdin sem hlaut lófatak úr salnum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2019 14:25

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir greinir frá því á Facebook að hún hafi lent í eltihrelli á Twitter fyrir nokkru. Hún segist hafa átt síðasta orðið því á dögunum var hún á ráðstefnu ásamt fulltrúa frá Twitter.

„Fyndið hvernig lífið fer stundum í heilan hring. Fyrir næstum tveimur árum síðan hætti ég að nota Twitter, eftir að hafa lent í eltihrelli og allskyns áreitni frá fólki sem hatast út í kynferðisbrotaþola (ýmist með því að tortryggja okkur, hóta okkur, kenna okkur um ofbeldið sem við vorum beitt eða segja að það hafi verið verðskuldað á einhvern hátt.) Að tilkynna þessa áreitni bar engan árangur og ég gafst upp. Frá 2015 hef ég haldið fyrirlestra og vinnusmiðjur fyrir 18þús manns í þremur löndum um ýmsar tegundir netofbeldis og fjallað meðal annars um ábyrgð samfélagsmiðla,“ segir Þórdís Elva.

Hún segir að í nóvember hafi hún tekið þátt í ráðstefnu um öruggara alnet. „Nú í nóvember var mér falið það heiðursverkefni vera keynote speaker á tveimur ráðstefnum um þetta málefni (Safer Internet Forum í Brussel og Click Off Cyber Violence í Ljubljana). Á annarri þeirra var ég í panel með JÚJÚ FULLTRÚA FRÁ TWITTER og Facebook um lausnir gegn netofbeldi – og það kaldhæðnislega var að til að geta fylgst með viðbrögðum ráðstefnugesta þurfti ég að eiga endurkomu á Twitter, sjálfan vettvanginn sem ég hraktist af vegna netofbeldis. Twitter fulltrúinn, sem var raunar hinn viðkunnalegasti náungi, sagði að nú væri unnið hörðum höndum að því að betrumbæta tilkynningarfítusana og loka á aðgang netníðinga, ekki síst í kjölfar þess að sjálfur forstjóri Twitter sagði að samfélagsmiðillinn hefði skapað „fremur skelfilegar aðstæður“ fyrir konur,“ segir Þórdís Elva.

Hún segir að eftir þetta hafi hún fengið orðið. „Að framsögu hans lokinni barst míkrófónninn til mín. Ég var ekki með undirbúið svar en augu allra í salnum hvíldu á mér, svo ég ræskti mig og sagði svo að það væri auðvitað jákvæð þróun, en tilkynningarfítusar gera hins vegar lítið gagn ef konur hafa enga trú á þeim því skilaboðin sem þær hafa fengið er að Twitter sé nokkurnveginn slétt sama um þær. Þetta var eina athugasemdin sem hlaut lófatak úr salnum, en aðgerðarleysi og áhugaleysi samfélagsmiðlarisanna á því að spyrna gegn netofbeldi er heimsþekktur vandi,“ segir hún.

Þórdís telur þetta málefni varða allt mannkynið. „Raunar geng ég svo langt að telja að framtíð mannkynsins velti á því að okkur takist að skapa öruggar aðstæður fyrir alla til setja mark sitt á samtímann, ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir hamfarahlýnun og öðrum áskorunum af áður óþekktri stærðargráðu. Þeir sem hafa áhuga geta heyrt alla ræðuna mína með því að smella á hlekkinn hér að neðan, auk þess sem ég hnoðaði í grein sem birtist í næsta eintaki Stundarinnar. Annars er ég ánægð með að vera komin aftur á Twitter, þótt ég sé ekki sérlega virk þar. Helvítis eltihrellirinn fékk ekki að eiga síðasta orðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“