fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Fólk í hjólastólum rekið út af kaffihúsi á höfuðborgarsvæðinu – „Þá kom starfsmaður og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Eyrún og Ásthildur eru starfsmenn á sambýli og fyrir nokkrum dögum skipulögðu þær ferð á kaffihús með tvo vistmenn í hjólastólum. Afar leiðinleg uppákoma varð í þessari ferð því starfsmaður kaffihússins vísaði þeim á dyr og sagði þeim að koma síðar þegar væri minna að gera. Eyrún skrifaði eftirfarandi stöðufærslu um málið:

Ég er starfsmaður á sambýli og í dag plönuðum við ferð á kaffihús með tvo einstaklinga í hjólastól. Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér. “Það er fólk búið að vera að streyma inn í allan dag og því væri betra að þið kæmuð aftur síðar” var okkur sagt. Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokka bót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum.

Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er.

Hin starfsstúlkan í ferðinni, Ásthildur, var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun um atvikið. Hún bendir á að það hafi ekki verið ýkja mikið að gera á staðnum þegar þau komu og þau hafi fundið sér sjálf borð. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur við Bylgjuna.

„Skiptir það máli – ættuð þið ekki alltaf að vera velkomin? Fólk í hjólastól…?“ spurði Bylgjan.

„Það voru borð laus og mér finnst við eiga rétt á að velja okkur borð,“ svaraði Ásthildur.

Hún segir að engin borð hafi verið frátekin og fólk hafi fremur verið að streyma frá staðnum en að honum. Hún benti á að svona ferð krefðist töluverðrar skipulagningar og það þyrfti að panta bíla sem flytja fólkið með fyrirvara. Svona afþreying væri plönuð með nokkurra daga fyrirvara.

Þær stöllur og fólkið af sambýlinu voru svo heppin að finna kaffihús rétt hjá og þar var tekið vel á móti þeim þó að staðurinn væri næstum því fullur.

„Ég áttaði mig ekki á alvarleika málsins fyrr en ég var komin út, þetta er svo óréttlátt,“ segir Ásthildur.

Þess má geta að kaffihúsið hefur beðist afsökunar á atvikinu og boðið fólkinu að koma aftur og þiggja ókeypis veitingar. „Ég veit ekki hvort þessi afsökunarbeiðni er í einlægni eða lögð fram til að bjarga orðspori staðarins,“ segir Ásthildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fálkaorða auglýst til sölu á Brask og brall

Fálkaorða auglýst til sölu á Brask og brall
Fréttir
Í gær

Örtröð við Partýbúðina í dag – „Það er eins og fólk sé ekki að hugsa“ – Sjáðu myndbandið

Örtröð við Partýbúðina í dag – „Það er eins og fólk sé ekki að hugsa“ – Sjáðu myndbandið