fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Bakarameistarar bregðast óbeint við ásökunum Evu – Minna á að bakaraiðn og kökugerð eru lögverndaðar starfsgreinar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Vikunnar við Evu Maríu Hallgrímsdóttur vakti mikla athygli fyrir skömmu. Eva stofnaði fyrirtæki utan um kökuskreytingar sínar árið 2013 og segist hún hafa mætt fjandskap úr bakaraheiminum í kjölfarið. Hún var boðuð  í lögregluyfirheyrslu og henni tjáð að hún ætti von á kæru frá Samtökum iðnaðarins.

„Ég titlaði mig ekki bakara, sem er lögverndað starfsheiti, og heldur ekki sem konditor, og ég opnaði ekki bakarí heldur fyrirtæki sem sérhæfði sig í kökuskreytingum,“ segir Eva í viðtalinu í Vikunni og telur fráleitt að hún hafi brotið lög.

Sjá einnig: Bakarar ógnuðu Evu

Viðtalið við Evu hefur ratað í marga fjölmiðla og nú hefur Landssamband bakarameistara séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu í tilefni umfjöllunarinnar. Þar er minnt á að bakaraiðn og kökugerð eru lögverndaðar starfsgreinar og að það sé á herðum iðnaðarstéttarinnar sjálfra að hafa eftirlit með að iðnaðarlögum sé fylgt.

Formaður Landsambandssambands bakarameistara er Jóhannes Felixson – Jói Fel.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Bakaraiðn og kökugerð eru lögverndaðar starfsgreinar

Í ljósi umfjöllunar um iðnrekstur sem er án tilskilinna réttinda vill Landssamband bakarameistara koma því á framfæri að störf iðnaðarmanna sem og réttur þeirra til að reka iðnað í atvinnuskyni nýtur lögverndunar. Það á við um bakaraiðn og kökugerð. Tilgangur þess er að vernda neytendur, tryggja gæði og fagmennsku enda hafa bakarar og kökugerðarmenn lokið bóklegu og verklegu námi til að öðlast kunnáttu og færni í faginu.

Ekkert eftirlit er til staðar af hálfu hins opinbera um fjölmargar lögverndaðar iðngreinar. Eftirlit með því að iðnaðarlögunum sé fylgt eftir hvílir á herðum iðnaðarstéttarinnar sjálfrar og eina úrræðið er að kæra ófaglærða aðila sem gengið hafa inn á svið iðngreinarinnar til lögreglu. Þetta er óboðleg staða.

Þrátt fyrir að ekkert eftirlit né raunhæf úrræði séu fyrir hendi til að stöðva ólögmæta starfsemi ófaglærðra bakara og kökugerðarmanna áskilur Landssamband bakarameistara sér áfram rétt til að verja hagsmuni stéttarinnar og tryggja vernd neytenda fyrir því að þeir einstaklingar sem starfa á sviði lögverndaðra iðngreina hafi öðlast tilskilda menntun og hæfni til verksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“