Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Nota Auðunn Blöndal til að svíkja fólk – „Framleiðendur sjónvarpsþáttarins hættu upptökum tafarlaust“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er víst í einhverju facebook spammi þessa dagana, þetta hefur kannski ekki farið framhjá ykkur,“ segir Auðunn Blöndal fjölmiðlamaður á samfélagsmiðlinum Instagram. Án samþykkis er Auðunn orðinn andlit nýrrar herferðar hjá svikamyllum sem reyna að svíkja pening út úr fólki.

„Ég á að hafa lent í einhverju hneyksli, kveikt á míkrafóninum og fjölskyldan í rusli, svo var ég að græða einhvern pening,“ segir Auðunn og hvetur fólk sem sér þessar færslur til að tilkynna Facebook að um svindl sé að ræða. Færslurnar eru kostaðar og birtast því hjá fjölda fólks á Facebook. „Það er víst verið að reyna að féflétta fólk,“ segir Auðunn og bætir því við að hann sé ekki flæktur í neitt hneyksli. „Það ætti allavega enginn að vita af því“

Eins og Auðunn segir eru þessar Facebook-færslur tilraun netþrjóta til að stela af fólki í gegnum netið. Netglæpir hafa aukist mjög á heimsvísu og hér á landi fær lögregla talsvert af slíkum málum inn á sitt borð. Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV í haust að birtingarmyndir glæpanna væru fjölbreyttar. „Við sjáum töluvert af netglæpum, en leiðirnar sem eru notaðar eru mismunandi eftir árstíðum,“ sagði Þórður og bendir á að í sumar hafi algengustu netglæpirnir verið tengdir leiguíbúðum.

Spurður hvernig gangi að hafa hendur í hári svikahrappa sagði Þórir að í langflestum tilfellum sé um erlenda einstaklinga að ræða, einkum og sér í lagi frá löndum sem erfitt sé að nálgast upplýsingar frá. „Fólk leitar talsvert til okkar, bæði til þess að fá upplýsingar eða leita ráða varðandi áhyggjur sínar. Svo eru alltaf einhverjir sem hafa látið blekkjast og borgað, þeir koma þá til okkar og vilja kæra, það er allur gangur á þessu.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Auðunn verður fyrir barðinu á netþrjótum en fyrir um mánuði síðan lenti hann í því leiðinlega atviki að Instagram reikningi hans var stolið. „Það er ekki þægileg tilfinning,“ sagði Auðunn í viðtali við Brennsluna á FM957 um málið. „Ég varð hvítur í framan, þetta var allt svo steikt allt saman.“

Nöfn og andlit fleiri þekktra Íslendinga hafa verið notuð á sambærilegan hátt. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV er einn þeirra, sem og þekktir einstaklingar úr viðskiptalífinu; Þorsteinn M. Jónsson og Ólafur Jóhann Ólafsson svo tveir séu nefndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt