fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Fréttir

Svein Harald skýtur fast á Hannes: „Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarmáltíðina“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur svarað gagnrýni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Morgunblaðið birti gagnrýni Hannesar á bók Øygards, Í víglínu íslenskra fjármála, um helgina og er óhætt að segja að Hannes hafi ekki verið mjög hrifinn af verkinu. Gaf hann bókinni tvær stjörnur af fimm mögulegum.

Svein Harald skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann fór yfir aðdragandann að því er hann var settur í embætti seðlabankastjóra. Stundin greindi fyrst frá.

Hann bendir á að almenningur hafi mótmælt kröftuglega veturinn 2008 og 2009 og krafist þess að Davíð Oddsson segði af sér embætti seðlabankastjóra. Davíð hafi að lokum farið úr bankanum með lagasetningu Alþingis og síðar orðið ritstjóri Morgunblaðsins. „Í þessari viku, tveimur mánuðum eftir að bókin mín kom út, er helsti arkitekt nýfrjálshyggjunnar valinn af ritstjóranum til að skrifa gagnrýni um bókina mína.“

Øygard bendir á að Hannes Hólmsteinn hafi verið viðstaddur þegar mistökin í aðdraganda hrunsins haustið 2008 voru gerð. „Hann ætti því að vera í aðstöðu til að verja þær aðgerðir,“ segir Øygard sem bætir við að Hannes geri það ekki.

Øygard bendir til dæmis á að Hannes gagnrýni það að hann hafi misritað nafn eins af yfirmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Danans Poul Mathias Thomsen. Øygard viðurkennir mistökin, þó smávægileg séu, og tekur fram að hann muni biðja viðkomandi afsökunar á því.

Thomsen þessi var yfirmaður Íslandsmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í hruninu en starfar nú sem framkvæmdastjóri Evrópudeildar sjóðsins. Í færslu sinni á Facebook segir Øygard að kastast hafi í kekki milli hans og Thomsen á fundi sem haldinn var eftir hrunið. Sjálfur hafi Øygard viljað lækka stýrirvexti til að styrkja gengi krónunnar en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hótað að draga til baka aðstoð sína ef ekki væri farið eftir þeim leiðum sem sjóðurinn vildi fara. Øygard segist enn muna hversu reiður hann var og kannski megi rekja misritunina á nafni Thomsen til þessa ósættis.

Øygard segir að í raun skipti hann meira máli að nöfn þeirra Íslendinga sem hann starfaði með séu rétt í bókinni. Þeir Íslendingar sem hann starfaði með hafi unnið kraftaverk eftir hrunið. Øygard endar grein sína á nokkuð föstu skoti á Hannes Hólmstein: „Ég sá einhvern Íslending skrifa að það, að biðja hugmyndafræðing Sjálfstæðisflokksins að skrifa gagnrýni um bókina mína, væri eins og að láta kalkún að skrifa um þakkargjörðarmáltíðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Í gær

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyð á Seltjarnarnesi: Kona læsti sig inni á baði

Neyð á Seltjarnarnesi: Kona læsti sig inni á baði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum