Föstudagur 06.desember 2019
Fréttir

Lögmaður Manna í vinnu gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu við ASÍ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í frétt DV fyrr í dag hefur ASÍ sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að héraðsdómur dæmdi dauð og ómerk ummæli sérfræðings sambandsins í vinnustaðaeftirliti um starfsmannaleiguna Menn í vinnu. ASÍ bendir á að aðeins hluti ummælanna hafi verið dæmdur ómerkur og segist hafa þurft að hafa afskipti af starfsmannaleigunni vegna slæms aðbúnaðar verkamanna. Lesa má yfirlýsingu ASÍ hér.

Lögmaður Manna í vinnu bendir hins vegar á að sýknað sé varðandi ein ummæli af þremur en tvenn dæmd ómerk. Lögmaðurinn gagnrýnir yfirlýsingu ASÍ og segir að hvergi í dómnum komi fram að sýnt hafi verið fram á nokkur brot starfsmannaleigunnar. Yfirlýsing lögmannsins er eftirfarandi:

Ég tel rétt að gera alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingu ASÍ sem samtökin sendu frá sér í dag í tilefni af dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli Manna í vinnu ehf. gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur.

Það er einfaldlega rangt að dómurinn taki undir eða hafi staðfest nokkuð sem kallast má slæman aðbúnað starfsmannanna. Þetta sjá allir sem lesa niðurstöðukafla dómsins, en þar er fjallað um það að starfsmennirnir hafi fengið launin sín greidd og að engin brot gegn þeim hafi verið sönnuð. Þá segir dómarinn orðrétt á bls. 8:

„Einnig sýndu starfsmennirnir fréttamönnum og stefndu húsakynni sem þeir lýstu sem sínum en sem síðar kom í ljós að þeir bjuggu ekki í.“

Dómurinn sýknar í einum af þremur ummælanna en ómerkir tvenn ummæli, eins og fram hefur komið. Sýknan af þriðju ummælunum var rökstudd með vísan til þess að stefnda hafi fengið upplýsingar á staðnum frá Rúmenunum sem síðar hafi komið í ljós að stóðust einfaldlega ekki. Hins vegar hafi stefnda komist upp með það að láta falla þennan „gildisdóm“ á staðnum, þ.e.a.s. að lýsa sýnu mati á því hvernig þetta horfði við henni á staðnum. Hvergi í dómnum er hins vegar að finna eitt einasta orð um það, að búið sé að sýna fram á nokkurs konar brot gegn einum einasta starfsmanni Manna í vinnu ehf. Hvergi segir dómurinn að stefndu hafi tekist að sýna fram á eða sanna brot eða að illa hafi verið farið með Rúmenana á nokkurn hátt. Ég myndi vilja skora á ASÍ að benda á texta úr dómnum þar sem dómari staðhæfi að brotið hafi verið á starfsmönnum starfsmannaleigunnar með einhverjum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni

Heimilislaus kona sofnaði inni í tónlistarhúsi í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara

Samherji ætlar að birta tölvupósta Jóhannesar uppljóstrara
Fréttir
Í gær

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki

Play segir að allir séu glaðir þó launin komi ekki
Fréttir
Í gær

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar
Fréttir
Í gær

Gómaður með fjögur kíló af hassi

Gómaður með fjögur kíló af hassi
Fréttir
Í gær

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna

Þau sóttu um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“

ASÍ tjáir sig um dóminn gegn sérfræðingi sambandsins: „Nauðungarvinna og þrælahald aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skólameistari FVA tapaði máli gegn ríkinu – Sagði upp sjö ræstingakonum og fékk á sig vantraust

Skólameistari FVA tapaði máli gegn ríkinu – Sagði upp sjö ræstingakonum og fékk á sig vantraust