fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Bæjarfulltrúar senda frá sér tilkynningu vegna deilnanna í Grunnskóla Seltjarnarness – Biðja kennara afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur beðist afsökunar á ummælum um grunnskóla bæjarins sem urðu til þess að kennarar lögðu niður vinnu í gær. Þótti þeim vegið að sér í gagnrýni sem höfð var uppi um námsmat í skólum bæjarins síðastliðið vor. DV hefur fengið eftirfarandi bréf frá bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur vegna málsins:

Meirihluti Sjálfstæðismanna átti fyrr í dag, góðan fund með stjórnendum og kennurum Grunnskóla Seltjarnarness. Bæjarfulltrúar senda frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

,,Bæjarfulltrúar Sjáfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi harma þann misskilning, sem orðið hefur, vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi, meðal kennara og bæjarbúa þar sem skilja mátti að vegið væri að kennurum vegna vinnu þeirra við námsmat síðast liðið vor. Meirihlutinn biðst afsökunar á því og vill árétta fullt traust við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Ekki var rétt, í fyrri bókun okkar  að  vísa til tilfinningalegs tjóns  og afleiðinga því valdandi og drögum við þá fullyrðingu til baka.“

Það er makalaust að fulltrúi Viðreisnar/Neslistans, Karl Pétur Jónsson, geti talað um að útskriftarnemendur Grunnskóla Seltjarnarness hafi verið settir í einhverja stöðu síðastliðið vor.  Karl Pétur hefur greinilega ekki hugmynd um einkunnarstöðu GS sem sjá má hér að neðan. Taflan sýnir niðurstöður úr þremur námsgreinum svona til að gefa einhverja mynd af stöðunni:

íslenska stærðfræði enska
A 9% 29% 7%
B+ 27% 42% 60%
B 49% 9% 25%
C+ 2% 14% 4%
C 11% 2% 2%
D 2% 4% 2%

 

Einkunn B þýðir að viðkomandi nemandi hefur náð öllum þeim hæfniviðmiðum sem til er ætlast.

Greinargerð um námsmatið sem tekið var saman að ósk bæjarins verður aðgengileg á heimasíðu bæjarins frá morgundeginum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu
Fréttir
Í gær

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið við smálánafyrirtækin

Stríðið við smálánafyrirtækin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund