Miðvikudagur 11.desember 2019
Fréttir

16 ára piltur stöðvaður í nótt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði akstur sextán ára ökumanns á fimmta tímanum í morgun.

Eðli málsins samkvæmt hafði ökumaðurinn ungi aldrei öðlast ökuréttindi og var málið afgreitt með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar. Tveir aðrir farþegar í bifreiðinni voru jafnaldrar ökumannsins og var einnig haft samband við foreldra þeirra.

Rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað frá veitingahúsi í Hafnarfirði. Þar hafði óprúttinn einstaklingur farið í starfsmannaaðstöðu þar sem hann stal seðlaveski með kortum. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort þjófurinn hafi fundist.

Lögregla hafði svo afskipti af manni í miðborg Reykjavíkur klukkan eitt eftir miðnætti. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér sökum ölvunar og hafði engin skilríki meðferðis. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands síns.

Auk þessa stöðvaði lögregla nokkra ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl