fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Fréttir

Þorgrímur áhyggjufullur: „Flestum virðist skítsama“ – Af hverju var ekki kallað til neyðarfundar?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2019 09:52

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður fróðlegt að sjá til hvaða aðgerða verður gripið á næstunni af hálfu stjórnvalda og sveitarstjórna,“ segir Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.

Þorgrímur birti í gær býsna kraftmikinn pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir áhyggjum sínum á hreyfingarleysi íslenskra barna. Hann vísaði í nýjar tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni en þar kom fram að rúmlega 80 prósent íslenskra barna á aldrinum 11 til 17 ára fengju ekki nægjanlega hreyfingu á degi hverjum. Ísland var í 37. til 38. sæti á listanum. Það eru ekki bara íslensk ungmenni sem hreyfa sig ekki nóg því mikill meirihluti barna í hverju einasta þeirra 146 ríkja sem könnunin tók til hreyfa sig ekki nóg.

Þorgrímur, sem hefur verið viðriðinn íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undanfarin ár, hefur áhyggjur af þessari þróun.

„Niðurstöðurnar koma mér ekki á óvart. Allir fjölmiðlar eru stútfullir af loftlagsmálunum, sem ég skil vel, og boðað er til neyðarfunda út um allan heim. Flestir fjölmiðlar eru stútfullir af Samherjamálinu, sem ég skil vel, enda ásakanirnar alvarlegar. En svo horfum við á börnin með blinda auganu og sullum í bjór uppi í sófa til að missa ekki af einum einasta framhaldsþætti. Hver verður drepinn næst?“

Þorgrímur segir að í ljósi þessara tíðinda hljóti öll sveitarfélög á landinu og ríkisstjórnin að hafa boðað til neyðarfundar. Þau hljóti að vera að leita allra leiða til að bjarga börnum landsins frá hreyfingarleysi og andlegum kvillum. Þorgrímur vísar í ítarlega grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku um niðurstöður könnunarinnar og í frétt RÚV þar sem sagði meðal annars:

,,Heilsa milljóna barna og unglinga víðs vegar um heiminn er í hættu vegna þess að þau hreyfa sig ekki nóg. Of miklar kyrrsetur hafa áhrif á þroska heilans, ekki síður en líkamsburði, samkvæmt viðamikilli könnun sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti í dag. Könnunin náði til skólapilta og -stúlkna á aldrinum ellefu til sautján ára í 146 löndum á árunum 2001 til 2016. Hún leiðir í ljós að fjögur af hverjum fimm fá ekki næga daglega hreyfingu. Ástandið er verra meðal stúlkna en pilta í öllum nema fjórum löndum sem könnunin náði til.“

Þorgrímur segir að fróðlegt verði að sjá til hvaða aðgerða verður gripið á næstunni af hálfu stjórnvalda og sveitarstjórna.

,,Það sem börnin læra fyrir 6 ára aldur lifir með þeim um aldur og ævi. Þess vegna hljótum við að fá leiðbeiningar inn um lúguna fljótlega um það hvernig við eigum að tryggja daglega, kröftuga hreyfingu barna. Og sveitarstjórnin hljóta að tryggja það undir eins að íþróttafræðingar starfi á öllum leikskólum svo að börnin njóti þar æfinga í leikjaformi sem stuðla að frábærum hreyfiþroska og hreyfifærni – sem eykur vellíðan þeirra. Reyndar þurfa íþróttafræðingarnir að sætta sig við lægri laun af því þeir eru ekki menntaðir í leikskólafræðum. Úps, kjánaleg kerfisvilla eða heimska?“

Þorgrímur segir að afleiðingin hljóti einnig að verða sú að sveitarstjórnir skipi skólastjórnendum að fjölga íþróttatímum í grunnskólum úr þremur í fimm eins og heimilt er í aðalnámskrá. Og þá hljóti ríkisstjórnin að forgangsraða fjármunum og setja verulega fjármuni í íþrótta- og æskulýðsstarf svo íþróttafélögin geti sinnt börnum og ungmennum af neiri kostgæfni. Bendir hann á að flestir sem beri ábyrgð á því séu sjálfboðaliðar.

,,Reglulega líður mér eins og ég búi í ,,þykjustulandi“ þar sem sjálfsblekkingin er allsráðandi. Við eigum alltaf nægt fjármagn til að plástra og bjarga málum á síðustu stundu af því við settum ekki fjármagn í alvöru FORVARNASTARF. Á Íslandi erum við í dag að glíma við skólaforðun, læsisvandamál, kvíða, þunglyndi, svefnleysi, einelti, samskiptaleysi, brottfall úr framhaldsskólum, ótti, hugleysi og leti. Og flestum virðist skítsama.
Það er löngu tímabært að við tökum hausinn úr rassg….. (afsakið) og byrjum að sinna börnum á þann hátt sem þau eiga skilið — á öllum skólastigum og heimafyrir með réttar áherslur að leiðarljósi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Í gær

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju
Fréttir
Í gær

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“