fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2019 06:44

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í fjögur hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni sem riðið hefur yfir Reykjanes síðan í gær.

Átta skjálftar af styrkleika 3 til 3,7 mældust í gær frá morgni til miðnættis. Skjálftarnir eru aðallega austast í Fagradalsfjalli en einnig hafa skjálftar mælst vestast í fjallinu.

Samkvæmt orðsendingu frá Veðurstofunni hafa borist allmargar tilkynningar frá fólki sem hefur orðið vart við skjálftana og „má gera ráð fyrir að þeir hafi allir fundist vel í nærliggjandi byggð, Grindavík og Keflavík.“

Þá er einnig bent á að jarðskjálftar séu algengir á svæðinu, en í lok júlí árið 2017 mældust um sex hundruð skjálftar á svæðinu yfir tveggja daga tímabil. Þá mældist stærsti skjálftinn 4 að stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni