Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Skilurðu bílinn stundum eftir í gangi þegar er kalt? Það er bannað samkvæmt lögum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun hefur fengið þó nokkrar ábendingar um að ökumenn skilji ökutæki sín eftir í gangi meðan þeir bregða til dæmis í búð eða bakarí. Þá er ekki óalgengt að fólk geri þetta áður en haldið er af stað til vinnu eða skóla á morgnana enda getur verið freistandi að setjast inn í heitan bílinn.

Af þessu tilefni vill Umhverfisstofnun benda á að það er bannað samkvæmt lögum að skilja eftir ökutæki í lausagangi. Þessi ábending kemur ekki til af góðu enda hafa komið nokkrir dagar að undanförnu þar sem loftmengun hefur farið yfir heilsuverndarmörk.

„Mikilvægt er að minnka bílaumferð og menga ekki andrúmsloftið að óþörfu. Eins og flestir vita valda ökutæki í lausagangi heilsuspillandi mengun. Færri vita e.t.v. að það er bannað að láta kyrrstætt ökutæki ganga lengur en í örstutta stund, nema sérstaklega standi á.

Reglur um lausagang bifreiða er að finna í grein 6.2 í  reglugerð nr. 788/1999 um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna  er einnig kveðið á um að: „Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h.““

Þá segir að ökutæki í lausagangi losi mikið magn af loftmengandi efnum sem eru heilsuspillandi. Að anda að sér mikilli loftmengun getur valdið fólki töluverðum óþægindum svo sem ertingu í öndunarfærum og augum. Einnig hefur verið sýnt fram á að aukin loftmengun eykur líkur á hjartaáföllum og heilablóðföllum auka annarra heilsuspillandi áhrifa.

„Algengt er að sjá ökumenn sendiferðabíla afferma bílinn meðan hann er í gangi og að bílar eru skildir eftir í lausagangi við skóla þegar verið er að skulta börnum í og úr skóla. Ökumaðurinn sjálfur andar þá að sér mestu menguninni. Því er til mikils að vinna fyrir ökumanninn að draga úr mengun frá bílnum með því að hafa hann ekki í lausagangi, þar sem því verður við komið.“

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“
Fréttir
Í gær

Dóttir Rósu minnist móður sinnar – Sendir kveðju á alla Íslendinga

Dóttir Rósu minnist móður sinnar – Sendir kveðju á alla Íslendinga
Fréttir
Í gær

Tók sitt eigið líf á skólalóðinni – „Það er við hæfi að ég drep mig hér þar sem ég lærði að hata lífið“

Tók sitt eigið líf á skólalóðinni – „Það er við hæfi að ég drep mig hér þar sem ég lærði að hata lífið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin í sárum eftir útreiðina gegn Ungverjum – „Þjálfara og liði til skammar“

Þjóðin í sárum eftir útreiðina gegn Ungverjum – „Þjálfara og liði til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir Guðmundar Freys greinir frá forsögu atviksins – „Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan“

Móðir Guðmundar Freys greinir frá forsögu atviksins – „Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð