fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Martröð í 10-11 – Ráðist á Pétur á jólunum: „Þetta er ekkert líf“

Auður Ösp
Föstudaginn 13. desember 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Orri Gíslason varð fyrir tilefnislausri líkamsárás í miðborginni milli jóla og nýárs í fyrra. Hann hefur verið óvinnufær með öllu síðan. Ákæra á hendur árásarmanninum verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, föstudaginn 13.desember.

Átti sér einskis ills von

„Þetta var aðfaranótt 29. desember í fyrra. Ég var niðri í Austurstræti, og stóð í anddyrinu í verslun 10-11. Skyndilega gekk þessi maður bara upp að mér og sló mig,“ segir Pétur Orri í samtali við blaðakonu DV.

„Hann kom framan að mér og sló mig á hliðina, á milli kjálkans og hálsins. Það voru enginn orðaskipti eða neitt. Ég átti mér einskis ills von, ég hrundi niður í jörðina og skall með höfuðið í gangstéttina,“ segir Pétur en hann þekkir árásarmanninn ekki neitt og lýsir honum sem „ungum íslenskum sterapúka.“ Nokkur vitni voru að árásinni. „Hann hefur sjálfsagt verið á einhverju og það hefur eitthvað ruglast í höfðinu á honum,“ segir Pétur jafnframt.

Pétur missti meðvitund. Hann segist ekkert vita hvað gerðist eftir þetta. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. „Það næsta sem ég man eftir var að ég vaknaði á Borgarspítalanum 4. janúar og vissi ekkert hvað var í gangi. Mér var sagt að ég hefði gengist undir rannsóknir og að komið hefði í ljós að ég hafði fengið heilablæðingu.“

Ekkert líf Pétur er óvinnufær og hangir bara heima.

Fastur heima við

Pétur hefur verið óvinnufær síðan. Hann ræður ekki við líkamlegt eða andlegt álag. Fyrir árásina var hann í fullri vinnu sem öryggisvörður hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Hann var iðinn og hafði nóg fyrir stafni. Núna eru dagarnir hins vegar fábreytilegir hjá honum. Honum þykir sárt að geta ekki unnið, enda hafi hann fullan vilja til þess. „Ég hef ekkert fengið að vita hvenær ég má fara að vinna aftur. Þetta fylgir því að fá heilaskaða. Ég er bara fastur heima og get lítið gert, annað en að horfa á Netflix. Þetta er ekkert líf.“

Næsta skref Péturs er að sækja um örorkubætur, en það ferli tekur margar vikur. „Ég hef sjúkradagpeninga frá verkalýðsfélaginu og einhverjar bætur frá Sjúkratryggingum.“

Skiljanlega hefur Pétur Orri ekki bara hlotið líkamlegan skaða af árásinni. Fjárhagslegur skaði er ekki síðri. Strípaðar bætur frá Sjúkratryggingum duga engan veginn fyrir framfærslu. Hann þarf að standa skil á húsaleigu og kaupa sér mat. Hann á líka litla dóttur sem býr hjá móður sinni og þarf því að standa skil á meðlagsgreiðslum.

„Ég er bara mjög blankur núna. Ég hef ekki getað staðið skil á leigu í tvo mánuði, og ég skulda meðlag fyrir allt þetta ár. Ég er að vísu heppinn að því leyti að ég er með mjög skilningsríkan leigusala. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Pétur en í örvæntingu sinni sendi hann út neyðarkall á Facebook nú á dögunum. Biðlaði hann þar til fólks um hjálp við að draga fram lífið.

„Það kostar sitt að vera veikur og nú er staðan sú að ég á ekki krónu með gati og þarf að standa skil á leigu og reikningum auk þess að versla í matinn. Það er mér erfitt að gera þetta en ef þið getið styrkt mig um einhverja upphæð þá yrði ég óendanlega þakklátur. Þetta er ofboðslega erfitt fyrir mig að gera en ég get ekki annað. Margt smátt gerir eitt stórt,“ ritaði Pétur en í samtali við blaðamann segir hann það hafa verið gríðarlega erfitt að leita á náðir fólks á samfélagsmiðlum. „Þetta er voðalega erfitt: að þurfa að opinbera sig svona berskjaldaðan og leita til annarra eftir aðstoð.“

Finnur ekki fyrir reiði

Sem fyrr segir þá hefur Pétur Orri lagt fram kæru á hendur manninum sem réðst á hann og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Árásarmaðurinn hefur játað verknaðinn og vonast Pétur til þess að það muni ýta undir að hann fái greiddar miskabætur. Skaðinn er augljós. Hann segist þrátt fyrir allt ekki vera reiður.

„Maður hefur þurft að sýna mikið æðruleysi, svo sannarlega. Þetta er verkefni sem maður þarf að ganga í gegnum. Það er bara þannig.“

Þeir sem vilja styðja við bakið á Pétri Orra er bent á meðfylgjandi söfnunarreikning.

Rnr: 0323-26-090184. Kt. 090184-2969

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Ákæra gefin út vegna brunans á Bræðraborgarstíg
Fréttir
Í gær

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi

21 smit í gær, þar af aðeins 7 í sóttkví – 2 eru nú á sjúkrahúsi
Fréttir
Í gær

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Alvarlegt spennuslys í Önundarfirði – Maður á leið til Reykjavíkur með sjúkraflugi
Fréttir
Í gær

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MP-5, Glock, AR-15 og fallbyssur – Sjáðu vopnalista Landhelgisgæslunnar í heild sinni

MP-5, Glock, AR-15 og fallbyssur – Sjáðu vopnalista Landhelgisgæslunnar í heild sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“

Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“