fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Maður sem réðst á 10 ára gamlan leikmann á körfuboltamóti dæmdur í Héraðsdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á miðjum aldri sem hljóp inn á leikvöll á körfuboltamóti barna og sló til 10 ára gamals leikmanns hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Atvikið átti sér stað í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum þann 28. apríl árið 2018. DV greindi frá málinu og segir í fréttinni:

„Sá óvenjulegi og alvarlegi atburður átti sér stað á körfuboltamóti leikmanna í aldursflokknum 10-11 ára á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag að foreldri eins iðkanda óð inn á völlinn og réðst á leikmann í liði andstæðinganna.

Atvikið átti sér stað í leik Vals og Njarðvíkur. Gerandinn mun vera karlmaður um fimmtugt, faðir drengs í Valsliðinu í þessum aldursflokki. Réðst hann að leikmannni í liði Njarðvíkur, ýtti við drengnum og sló hann í höfuðið.

Samkvæmt frásögn áhorfanda fór drengurinn að hágráta, leikurinn var stöðvaður og mikið uppnám varð í húsinu. Umræddum áhorfanda gramdist hins vegar að gerandinn yfirgaf ekki salinn heldur fylgdist með leiknum til enda.“

Valur sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins samdægurs og birtist hún í frétt DV um málið:

Í ljósi atviks sem átti sér stað á minniboltamóti að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 28. apríl vill Valur koma eftirfarandi á framfæri.

Valur harmar og fordæmir þá hegðun sem foreldri iðkanda félagsins sýndi af sér og er hún með engu móti ásættanleg og með öllu ólíðandi. Félagið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun verða tekið á því með hlutaðkomandi aðilum.

 Valur vill koma á framfæri formlegri afsökunarbeiðni til iðkandans auk allra þeirra sem að mótinu komu.

Játaði en sagðist aðeins hafa snert koll drengsins létt

Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn játar skýlaust brot sitt en segist aðeins hafa strokið koll drengsins lét en ekki slegið hann eiginlega. Segir hann upptöku af atvikinu styðja þetta.

Hins vegar liggur fyrir læknisvottorð sem sýnir að drengurinn hafi verið með roða í hársverði eftir atvikið og verið þar aumur viðkomu.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hefur sex sinnum gengist undir sektargerð lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við almenn hegningarlög. En umferðarlagabrotin eru virt honum til refsiauka. Hins vegar mildar það refsinguna að maðurinn viðurkennir brot sitt. Þá segir í dómnum:

„…háttsemi ákærða var sérstaklega gróf í ljósi þess að hann veittist að barni sem var við íþróttaiðkun með jafningjum sínum.“
Er ofannefnt virt honum til refsiauka.
Maðurinn var dæmdur í 30 daga skilrorðsbundið fangelsi. Hann skal ennfremur greiða skipuðum verjanda sínum 120.000 krónur.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings
Fréttir
Í gær

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins