Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Leitin að drengnum sem féll í Núpá heldur áfram – MYNDIR

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að drengnum í Núpá er að hefjast af fullum krafti í dag með óþreyttum leitarmönnum og verða um 200 leitarmenn og þriðja tug tækja við leit í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eytra. Í tilkynningunni segir enn fremur:

Vöktun var á ánni í nótt og eru engar fréttir eftir nóttina varðandi leitina. Áhersla verður lögð á að leita frá slysstað og niður að Stekkjaflötum með leitarmönnum og síðan verður Þyrlu Landhelgisgæslunnar notið við leit ásamt dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitum.

Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliðs höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslunni hafa ekki náð að kafa í ánni en voru að vinna við sérhæfða leit í gær. Ekki er fyrirhugað að leita með köfurum í ánni vegna mikillar hættu á krapaflóði.

Í dag verða þréttán leitarsvæði leituð og er mikill kuldi á leitarsvæðinu. Veðurspáin er þó hægstæð fyrir daginn í dag en mikill kuldi og ljóst er að leitarskilyrði eru mjög erfið á vettvangi.

Leitarhópar lögðu af stað frá Akureyri kl. 09:00 í og verður leitað fram á kvöldið.

Vettvangsstjórn lögreglu og björgunarsveita er við félagsheimilið Sólgarð þaðan sem björgunarmenn fá úthlutuð verkefnum.

Aðgerðastjórn lögreglunnar / björgunarsveita er í aðstöðu Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri.

Meðfylgjandi eru myndir frá leitinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt