fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fórnarlamb Böðvars opnar sig um ofbeldið: Segir Böðvar hafa sett á hann bleyjur gegn hans vilja – „Hann er með hnífa hjá sér, stóra hnífa“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 13. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður sem segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hönd Böðvars Guðmundssonar, dæmds barnaníðings, ákvað að opna sig um það til að vara aðra við honum. DV hefur áður fjallað um Böðvar en það sem einkennir níð hans er að hann er með blæti fyrir bleyjum.

Ungi maðurinn vildi ekki koma fram undir nafni í fréttinni. „Ég hef farið heim til hans og það er eitthvað meira að hjá honum,“ segir hann í samtali við DV. „Hann er ekki bara að leitast eftir börnum, ég hef hitt hann áður og við höfum átt í sambandi. Hann hefur oft sett bleyjur á mig þó svo að ég vildi það ekki.“

„Hann er með hnífa hjá sér, stóra hnífa“

Ungi maðurinn segir Böðvar hafa byrjað að tala við sig í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. „Við byrjuðum að spjalla saman og ég sagðist vilja hitta hann og svoleiðis,“ segir maðurinn. Eins og áður kom fram sagði hann einnig að það væri eitthvað meira að hjá Böðvari. „Hann er með hnífa hjá sér, stóra hnífa,“ segir maðurinn. „Hann er með einn stóran hníf hjá sér. Mér var nauðgað af honum og eins og ég sagði við lögregluna þá er þetta frekar stór hnífur sem hann er með. Ég hélt að hann væri í alvörunni að fara að stinga mig,“ segir maðurinn. Aðspurður segist hann hafa óttast um líf sitt þegar hann var hjá Böðvari. „Við höfum hist heima hjá mér,“ segir maðurinn en næst hitti hann Böðvar við Hlemm en þá kveðst hann hafa þurft að kalla á lögregluna á hann. „Ég fór upp á lögreglustöð og talaði við rannsóknarlögreglumann,“ segir maðurinn en hann er búinn að kæra Böðvar fyrir ofbeldið sem hann beitti hann.

Barnagirnd og blæti fyrir bleyjum

Böðvar fékk dóm árið 2014 fyrir kynferðislega áreitni á hendur 14 ára dreng, það er þó ekki sá sami og fjallað er um hér fyrir ofan, auk þess sem yfir 500 myndir af börnum í kynferðislegum stellingum fundust á tölvu hans og farsíma. Í flestum tilvikum voru börnin í bleyju og því hefur Böðvar verið þekktur sem Bleyju-Böðvar. Böðvar fékk einungis 9 mánaða fangelsisdóm. Í þeim dómi kemur fram að hann sé sérstaklega líklegur til að brjóta aftur af sér.

Þá kom það einnig fram að Böðvar sé greindur með ódæmigerða einhverfu og hafi sýnt afbrigðilega kynferðishegðun frá unga aldri, auk þess sem hann er sagður talinn í „hárri áhættu“ fyrir frekari kynferðislegri hegðun gegn börnum. Einnig kemur fram að kynferðislegar hvatir hans séu áráttukenndar og tengist ungum börnum. Hann uppfylli greiningarviðmið fyrir barnagirnd og hafi greinilegt blæti fyrir bleyjum, snuðum og öðru, sem tengist ungabörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga