fbpx
Föstudagur 18.september 2020
Fréttir

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:06

Varðskipið Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Samkvæmt heimildum DV er farið að kólna verulega í húsum á Dalvík og nágrenni.

Þar segir að við hönnun skipsins hafi verið horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis.  Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna.

Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur staðið í ströngu í vikunni. Í nótt flutti skipið færanlega aflstöð frá Ísafirði til Siglufjarðar. Óskað var eftir því að einn varðskipsmanna yrði eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu.

Þór lagði af stað klukkan níu í morgun frá Siglufirði áleiðis til Dalvíkur en þangað er áætlað að skipið komi um hádegi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

MP-5, Glock, AR-15 og fallbyssur – Sjáðu vopnalista Landhelgisgæslunnar í heild sinni

MP-5, Glock, AR-15 og fallbyssur – Sjáðu vopnalista Landhelgisgæslunnar í heild sinni
Fréttir
Í gær

Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“

Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“