fbpx
Laugardagur 18.janúar 2020
Fréttir

Hlustaðu á reiðisímtal Jóhannesar – Segist hafa beðið alla afsökunar – „Ég ætla að ganga frá honum persónulega“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var birt myndband á YouTube þar sem samtal Jóhannesar Stefánssonar við fyrrverandi eiginkonu sína er sýnt. Jóhannes er þekktastur fyrir að vera uppljóstrarin sem kom upp um Samherja í Namibíu. Hann kom þúsundum gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum.

Líklegt er að myndbandið sé birt til að koma höggi á Jóhannes þar sem samtalið virðist ekkert tengjast uppljóstrun Jóhannesar um Samherja. Hann hefur sjálfur sagt að namibíska lögreglan rannsaki tilraunir til að ráða hann af dögum. Sjálfur segist hann hafa verið með allt upp í 13 lífverði í vinnu um tíma.

Jóhannes hefur nú stigið fram og segist hann hafa beðið alla afsökunnar sem áttu hlut að máli. „Á þessu tímabili upplifði ég mig í mikilli lífshættu. Ég var örvinglaður og tókst á við aðstæðurnar með því að drekka áfengi. Ég sagði hluti sem ég hef ætíð séð eftir og hef gengist við því og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar,“ segir Jóhannes í samtali við Stundina um myndbandið. Samhengi myndbandsins er ekki ljóst en Jóhannes virðist í glasi og heitt í hamsi. Hann talar um að hann muni láta drepa einhvern mann. Svo virðist sem sá maður hafi ætlað að berja Jóhannes. „Þá skal ég sjá til þess að hann verður drepinn á Litla-Hrauni,“ er meðal þess sem Jóhannes segir í myndbandinu. „Láttu mig hafa símtalið hjá ______ frænda þínum og ég ætla að ganga frá honum persónulega,“ segir Jóhannes einnig.

Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“

Benedikt fór í samkvæmi virðulegra manna: „Sannfærðir um að málið yrði þagað í hel“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill

„Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“ – Tvö áföll á skömmum tíma og langur sakaferill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði: Faðir stúlkunnar sem lenti í snjóflóðinu er um borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt

Myndir frá varðskipinu Þór á vettvangi snjóflóðanna í nótt