fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Brynjar líkir Siðmennt við nasista – Segir kristna ekki bara „ómenntaðan skríll og heilabiluð gamalmenni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson fór mikinn í umræðum á Alþingi í gær þar sem tekist var á um samning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar, samning sem tryggir greiðslur ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar næstu 15 árin. Hann var sérstaklega harðorða í garð Siðmenntar og sagði það „vonlausan félagsskap“ og hjólaði í Helga Hrafn Gunnarsson en eiginkona hans Inga Straumland er formaður félagsins.

Í athugasemdum við færslu Einars Karls Friðrikssonar efnafræðings gengur Brynjar lengra og líkir lífsskoðunarfélaginu við nasista. Einar Karl merkti Brynjar sérstaklega og sagði meðal annars: „En þetta eru sannarlega kaldar kveðjur frá þingmanninum. Spurning hvort Brynjar myndi viðhafa sams konar orðbragð um aðra söfnuði og lífsskoðunarfélög úr pontu Alþingis, eins og heilaþvottarkúgunarsöfnuðinn Votta Jehóva?“

Þessu svarar Brynjar í löngu máli og er ljóst að honum er meinilla við Siðmennt. „Ágætt að þessi orð hafi komið við kauninn á ykkur, Einar Karl. Rétt er að ég hef lítið álit á Siðmennt. Þetta er samansafn af gömlum uppskrúfuðum sósíalistum að mestu, sem heldur að það sé nútímalegt að grafa undan Þjóðkirkjunni og kristni. Og það sem verra er að þetta sama fólk trúir því að það sé víðsýnt, umburðarlynt og frjálslynt og þeir sem eru annarar skoðunar ýmist ómenntaður skríll og heilabiluð gamalmenni. Yfirlætið er yfirþyrmandi,“ skrifar Brynjar.

Hann líkir svo Siðmennt við nasista. „Ég hefði að vísu ekki minnst á Siðmennt ef Helgi Hrafn hefði ekki gert það og talið það eitthvert jafnræðismál að ríkið gerði þeim „söfnuði“ jafnhátt undir höfði og Þjóðkirkjunni, eins vitlaust og það er. Svo vil ég minna þig á að allir helstu fasistar síðustu aldar, hvort sem það voru marxistar eða þjóðernissósíalistar töldu að sú galna hugmyndafræði væri nútíminn og aðrir þyrftu nú að koma sér inn í 20 öldina,“ segir Brynjar.

Hann bætir við að þó honum sé illa við suma kristna söfnuði þá myndi hann ekki tala svo illa um Votta Jehóva. „Áttu þeir allir sameiginlegt að ráðast gegni kristnum söfnuðum, kristni og siðum samfélagsins þannig að Siðmennt er ekki að gera neitt nýtt og áður óþekkt. Ég vil einnig taka það fram að ég er ekki hrifinn að öllum kristnum söfnuðum og tel marga þeirra jafn skaðlega samfélaginu og Siðmennt en ég tek þó ekki eins stórt upp í mig og þú um Votta Jehóva,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings
Fréttir
Í gær

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi

Einstaklingur með lítil einkenni getur verið bráðsmitandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins

Uppruni hópsmits í Vestmannaeyjum enn óljós – sjáðu aðferðir smitrakningateymisins