fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Svona er staðan á Akureyri – Sjáðu myndirnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 12:25

Þessi mynd birtist á vef Akureyrarbæjar í morgun og sýnir glöggt ófærðina í bænum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert fólksbílafæri var á Akureyri þegar bæjarbúar vöknuðu í morgun enda allt á kafi í snjó. Mikið snjóaði í óveðrinu sem gekk yfir svæðið í gærkvöldi og í nótt og sagði lögregla í morgun að aðalgötur væri jeppafærar en margar íbúðargötur hreinlega ófærar.

Myndirnar hér að neðan voru teknar af Einari Loga Vilhjálmssyni björgunarsveitarmanni í morgun og þar má sjá hversu mikill snjór er á götum bæjarins.

Á heimasíðu Akureyrarbæjar kemur fram að almenningssamgöngur liggi niðri í dag vegna ófærðar. Þá er búið að fella allt skólahald niður og þá er ljóst að ekki verður mögulegt að koma heimsendum mat til viðskiptavina. Röskun verður einnig á heimaþjónustu.

„Í þessum aðstæðum miðar snjómoksturinn fyrst og fremst að því að halda helstu stofnbrautum opnum og tengja hverfin. Byrjað er að keyra snjó af stofnbrautum og stærstu götum í þeirri viðleitni að vinna í haginn eins og hægt er í morgundaginn. Stefnt er að því að ryðja inni í hverfum á morgun. Ófært er í bænum fyrir fólksbíla og er vonast til að fólk sé ekki á ferli á götunum að óþörfu.“

Vonast er til að öll þjónusta verði komin í eðlilegt horf á morgun.

Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Svona var staðan rétt fyrir klukkan 14 í dag. Skyggni er aftur tekið að versna:

Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“

Facebook-drama í Héraðsdómi – Afinn hraunaði yfir móðurina – „Hún er hættuleg fyrir börnin sín“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð

Milljónabætur vegna „stórfellds gáleysis“ á Landspítalanum – Vaknaði aldrei aftur eftir aðgerð