fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Aron Leví biðst afsökunar: „Á mér engar málsbætur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðort tíst Arons Leví Beck, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóra númiðla á RÚV, hefur vakið mikla athygli, og ekki síður frétt DV um málið. Málið snýst um að unnusta Arons Leví, Karitas Harpa Davíðsdóttir, var ekki endurráðin sem dagskrárgerðarmaður á RÚV, eftir fæðingarorlof, en hún starfaði þar sem verktaki.

Virðist sem Aron Leví og Karitas mislíki verst að Baldvin hafi ekki svarað skilaboðum Karitasar um þetta. Frétt DV um þetta. 

Aron Leví hafði stór orð um Baldvin og raunar óvenjulegt orðalag þegar haft er í huga að Aron Leví er starfandi stjórnmálamaður, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgina. Kallaði hann Baldvin meðal annars „frethólk“. Aron Leví hefur enda séð að sér hvað orðanotkun að minnsta kosti varðar og skrifar eftirfarandi afsökunarbeiðni á Twitter-síðu sína:

Þetta var óviðeigandi orðalag. Á mér engar málsbætur. Ég biðst afsökunar. 

Sjá einnig:

Aron Leví ber Baldvin þungum sökum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu