fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loujain al-Hathlou er ung Sádí-arabísk kona sem hefur barist fyrir mannréttindum og kvenfrelsi í heimalandi sínu. Hún hefur meðal annars brotið gegn banni um akstur kvenna en einnig beitt sér gegn því karlræði sem konur eru beittar í landinu, þar sem örlög þeirra eru ýmist í höndum feðra, eiginmanna eða sona.

Loujain situr í fangelsi í Sádí-Arabíu vegna þessarar baráttu sinnar en yfirvöld þar létu ræna henni í Dubai þar sem hún var við nám og flytja hana til heimalandsins.

Lina al-Hathloul er systir Loujain og ferðast víða um lönd til að vekja athygli á meðferðinni á systur hennar. Var hún í viðtali í Kastljósi í dag í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Loujain hefur verið beitt pyntingum í Sádí-Arabíu. Hún hefur verið meðal annars verið húðstrýkt, beitt vatnspyntingum, svipt svefni og áreitt kynferðislega.

Systirin Lina, sem búsett er í Brussel, ferðast um heiminn og talar máli systur sinnar og annarra baráttukvenna í Saudi-Arabíu. Hún varpar ljósi á illa meðferð og pyntingar fanga í Sádi-Arabíu og krefst þess að systir hennar verði látin laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“