Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Lögreglan gerði konu upp játningu í sakamáli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 07:55

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var kona sýknuð af ákæru um eignaspjöll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæran var byggð á samantekt lögreglu um framburð konunnar við skýrslutöku. Þar kom fram að hún hefði játað að hafa bakkað á bíl af ásetningi. Á hljóðupptöku af skýrslutökunni kemur hins vegar fram að hún játaði alls ekki að hafa bakkað á bílinn af ásetningi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Ákvörðun um ákæru var tekin á grundvelli játningar sem lögreglan gerði henni upp en hún viðhafði aldrei. Nú stöndum við frammi fyrir því að skjólstæðingur minn hefur orðið fyrir heilmiklu tjóni vegna þessa framferðis lögreglunnar.“

Hefur blaðið eftir Söru Pálsdóttur verjanda konunnar. Hún gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og segir þau ekki bara vera slæleg.

„Það kann að teljast til glæpsamlegs athæfis að gera manneskju upp játningu með því að leggja henni svona afdrifarík orð í munn. Við þetta bætist svo að brotið var gróflega á grundvallarmannréttindum konunnar í þessari skýrslutöku og henni aldrei kynntur skýr réttur hennar til að hafa lögmann sér við hlið eftir að grunur féll á hana.“

Hún benti einnig á að konunni hafi ekki verið skipaður verjandi fyrr en eftir að ákæra var gefin út, tveimur árum eftir áreksturinn. Sýknudómur héraðsdóms hafi verið mjög afdráttarlaus og sé hún nú að undirbúa miskabótakröfu á hendur ríkinu.

„Málið hefur tekið tvö og hálft ár af lífi hennar og valdið henni mikilli sálarangist auk mikilla beinna fjárútláta en henni var til dæmis gert að greiða hluta af kostnaði fyrir viðgerðir á bílnum á grundvelli þessarar röngu skýrslu lögreglu.“

Er haft eftir Söru.

Ekki er um það deilt í málinu að konan hafi bakkað á bíl. Lögreglan tók skýrslu af henni á heimili hennar skömmu eftir ákeyrsluna. Í samantekt lögreglumannsins, sem tók skýrsluna, segir að konan hafi viðurkennt að hafa bakkað á bílinn af ásetningi. Hljóðupptaka af skýrslutökunni segir hins vegar aðra sögu því þar kemur fram að konan játaði þetta aldrei og var aldrei spurð hvort um ásetning hafi verið að ræða.

Í dómnum er fjallað um upptökuna og segir að ljóst sé að hin ákærða hafi aldrei viðurkennt að hafa bakkað bifreið sinni af ásetningi á bifreið brotaþola „þegar hún reiddist mjög mikið“ eins og segir í samantekt lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi