Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óveðrið í kvöld hefur víðast hvar náð hámarki og fer frá og með næstu klukkustundum að ganga niður. Það gengur hins vegar mjög hægt niður og snemma í fyrramálið verður ennþá óveður víða á norðvestur- og norðausturlandi. Þar verður til dæmis mestur vindstyrkur 24 metrar á sekúndu og meðfram einhver snjókoma klukkan sex í fyrramálið.

Skólahaldi hefur enda verið aflýst á Akureyri á morgun og víðar norðanlands.

Klukkan sex í fyrramálið verður bálhvasst í Vestmannaeyjum, 24 metrar á sekúndu. Þá verða hins vegar 16 metrar á sekúndu í Reykjavík, að hánorðan. Verulega hvasst og mikil vindkæling en ekki óveður.

Veðrið gengur síðan hægt niður og laust eftir hádegi á morgun verður vindhraðinn kominn niður í 12 metra á sekúndu í Reykjavík og 16 metra víða á Norðurlandi.

Hafa skal í huga að eftir að veðrið gengur niður kólnar mjög mikið og frosthörkur verða á landinu frá með föstudeginum. Það ríkir því sannkallað vetrarríki núna þar sem frosthörkur leysa storminn af hólmi.

Sjá nánar um veðrið á veðurvef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Í gær

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi