fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Arnór var grænkeri en léttist alltof mikið: Fór að borða kjöt svo að ferill hans væri ekki í hættu

433
Þriðjudaginn 10. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður KR segir sögu sína á RÚV þar sem hann fer yfir það hvernig hann fór að breyta matarræðinu til að verða betri knattspyrnumaður. Hann var frábær með liðinu í ár, þegar KR varð Íslandsmeistari.

Arnór hætti að neyta þess sem flokka má sem óhollt, sykur og fleira í þeim dúr. Að lokum gerðist hann vegan, eða grænkeri. Það gerði Arnór gott, að hans mati til að byrja með.

„Mér fannst hugsunin hjá mér skýrari og ég varð fljótari að jafna mig á öllu. Ég veit ekki hvort ég tengdi það við einhverskonar bólguminnkandi áhrif sem að maður finnur oft þegar maður tekur út þessar óhollu vörur sem eru oft mjög bólgumyndandi. En í kjölfarið á ég einhvern veginn erfitt með að halda mér í þyngd og þarf að borða rosalega mikið til að viðhalda keppnisþyngd af því að maður er náttúrulega í íþróttum,“ segir Arnór við RÚV

Hann fór hins vegar að léttast meira en hann mátti við, og fór sökum þess að borða kjöt aftur.

„Ég fer í frí með Söndru, kærustunni minni, og kem til baka svona átta kílóum léttari – og ég mátti ekkert við því. Þá fer ég að hugsa að ég þurfti að finna eitthvað sem að henti mér aðeins betur. Þá byrjaði ég að huga að því að byrja aftur að borða hreint kjöt.“

„Í grófum dráttum hefur það í rauninni gert það að verkum að ég get áfram stundað fótbolta. Af því að ég hefði ekkert getað haldið áfram á hinn veginn, það var bara ekki hægt. Ég hefði ekki haft ekki áhuga á því. Ég hafði ekki líkamlega getu í að stunda þetta. Í þessu heildarsamhengi sem lífstíllinn minn er núna, bjargaði hann í rauninni ferlinum,“ segir Arnór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Í gær

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona