Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Fréttir

Áreitti starfsfólk hótels í miðborginni – Lofaði bót og betrun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls eru um 60 mál skráð í málakerfi lögreglunnar frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun. Hér er stiklað á stóru um það helsta.

Á sjötta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs hótelgests í miðborginni sem var að áreita starfsfólk. Lögregla ræddi við manninn sem lofaði bót og betrun.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður á ótryggðum bíl í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann er grunaður um fíkniefnaakstur og vörslu fíkniefna. Þá var hann vistaður í fangageymslu vegna vöntunar á landvistarleyfi.

Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Þar höfðu nokkrir einstaklingar ráðist á einn en fórnarlambið hlaut minniháttar áverka. Ekki er vitað hverjir gerendurnir voru.

Um svipað leyti var ökumaður handtekinn í Garðabæ eftir stutta eftirför lögreglu. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en var að lokum króaður af. Hinn handtekni var á stolinni bifreið og er grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn fékk næturstað í fangageymslu.

Klukkan 22:30 í gærkvöldi komu lögreglumenn að umferðarslysi í Breiðholti. Einn var handtekinn á vettvangi grunaður um ölvunar -og fíkniefnaakstur en var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um umferðarslys á Vesturlandsvegi. Þar hafði orðið tveggja bíla árekstur. Farþegi í annarri bifreiðinni fluttur á slysadeild til skoðunar en báðar bifreiðar voru óökufærar eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu

Fær 105 þúsund á tímann – 4,2 milljónir króna fyrir „að hámarki“ fimm daga vinnu
Fréttir
Í gær

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“

Hitti Anton Helgi morðingja Olofs Palme? – „Ég hef aldrei losnað við óhugnaðinn sem gróf um sig innra með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“

Bregðast hart við yfirvofandi brottvísun Maní: „Er einfaldlega ekki komið nóg?“