fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Fréttir

Lögmaður segist hafa fengið óþægilegar upplýsingar um Sjanghæ – Sagði mál gegn RÚV líklega tapað og vildi ekki taka það að sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað frá kröfu eiganda veitingastaðarins Sjanghæ um niðurfellingu á reikningum eða lækkun þeirra, af þeirri ástæðu að krafan sé of seint komin fram. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur stefnt RÚV vegna fréttar í ágúst árið 2017 þess efnis að eigendur staðarins stunduðu vinnumansal. Sjanghæ krefst sex milljóna króna í miskabætur frá RÚV. Fyrirtaka málsins í héraðsdómi verður öðru hvoru megin við áramótin.

Í haust ræddi DV við Sævar Þór Jónsson, lögmann Rositu Yufan Zhang, eiganda Shanghæ. „Það geta allir gert mistök. Upphaflega vildi minn umbjóðandi bara afsökunarbeiðni. Fyrir hana skipti öllu máli að viðurkennt væri að rangt hefði verið farið með og aðalatriðið var að mistökin væru viðurkennd,“ sagði Sævar þá. Hann sagði Rositu jafnframt verða fyrir miklu áreiti yfirvalda:

„Hún þarf að sæta því að það sé að koma til hennar lögregla og aðrir eftirlitsaðilar með fyrirspurnir. Það er mjög óheppilegt ef þú ert að reka veitingastað að þangað komi lögregla þegar hann er fullur af gestum og fari að spyrjast fyrir um starfsfólk. Þetta er mjög erfitt og íþyngjandi og það hefur aldrei komið neitt út úr þessum rannsóknum.“

Óþægilegar upplýsingar um staðinn?

Í Viðskiptablaðinu er sagt frá samskiptum lögmannsins  Jóhannesar Más Sigurðarsonar við Sjanghæ. Hann tók að sér á sínum tíma að gæta hagsmuna félagsins í fjölmiðlum en hann féllst ekki á að taka að sér að reka meiðyrðamál gegn RÚV fyrir hönd staðarins. Sem fyrr segir er ágreiningur um reikninga Jóhannesar vegna vinnu hans í málinu en samkvæmt Úrskurðarnefnd lögmanna standa reikningarnir óhaggaðir.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að samkvæmt greinargerð Jóhannesar hafi komið fram óþægilegar upplýsingar um Sjanghæ sem illt yrði að rötuðu til fjölmiðla og myndu valda því að miklar líkur væru á því að mál gegn RÚV myndi tapast. Orðrétt segir um þetta í Viðskiptablaðinu:

„Í málsástæðukafla lögmannsins er því lýst að á meðan hann „sinnti nær daglegri krísustjórnun fyrir [staðinn] hafi komið fram verulega skaðlegar upplýsingar fyrir [staðinn], kæmust þær í fjölmiðla“. Hafi hann því skýrt forsvarsmönnum Sjanghæ frá því að hann myndi ekki koma að því að höfða mál á hendur RÚV enda verulegar líkur á að það myndi tapast og að í kjölfarið kæmust fjölmiðlar að því „hvernig staðan væri í raun og veru“. Undir lok síðasta árs virðist lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hafa tekið málið upp á sína arma.“

 

Sjá einnig:

Lögmaður Rositu á Sjanghæ með yfirlýsingu: „Ekki flugufótur fyrir ásökunum“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði

Þrír Íslendingar látnir úr COVID-19 – Þar af eiginmaður konunnar sem lést í síðasta mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf

Lektorinn er verjandi í dómsmáli á næstunni – Handtekinn á jóladag – Sagður halda unglingapartý og bjóða fíkniefni í skiptum fyrir kynlíf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl