fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Fréttir

Lögmaður Rositu á Sjanghæ með yfirlýsingu: „Ekki flugufótur fyrir ásökunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni fréttar DV og Viðskiptablaðsins um mál veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri hefur lögmaður eigenda staðarins, Sævar Þór Jónsson, sent frá sér yfirlýsingu.

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað frá kröfu eiganda veitingastaðarins Sjanghæ um niðurfellingu á reikningum eða lækkun þeirra, af þeirri ástæðu að krafan sé of seint komin fram. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að samkvæmt greinargerð Jóhannesar hafi komið fram óþægilegar upplýsingar um Sjanghæ sem illt yrði að rötuðu til fjölmiðla og myndu valda því að miklar líkur væru á því að mál gegn RÚV myndi tapast.

Ekki flugufótur fyrir ásökunum

Í yfirlýsingu Sævars fyrir hönd eigenda Sjanghæ er ítrekað að ekki sé flugufótur fyrir ásökununum um vinnumansal og fullyrðingar Jóhannesar séu órannsakaðar. Til þeirra hafi Úrskurðarnefnd lögmanna ekki tekið afstöðu. Þá áréttar Sævar að rannsókn lögreglu á Sjanghæ hafi ekki leitt neitt saknæmt í ljós. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Af tilefni umfjöllunar Viðskiptablaðsins og DV um kæru umbjóðenda minna Life Iceland ehf. og Rositu Yufan Zhang til úrskurðarnefndar lögmanna á hendur fyrrverandi lögmanni þeirra, vill undirritaður fyrir hönd ofangreindra umbjóðenda taka eftirfarandi fram.

Úrskurðarnefndin tók ekki efnislega afstöðu til málsins þar sem nefndin taldi kærufrest til nefndarinnar liðinn. Ágreiningur umbjóðenda minna við fyrrverandi lögmann sinn um þókun hans og störf hefur því ekki verið til lykta leiddur. Af þeim sökum er umbjóðendum mínum nauðsynlegt að leita til dómstóla til þess að fá efnislega úrlausn málsins. Er undirbúningur þegar hafinn fyrir þá málshöfðun.

Að sama skapi hafa þær málsvarnir sem fyrrverandi lögmaðurinn tefldi fram fyrir úrskurðarnefnd lögmanna ekki hlotið efnislega meðferð og er langt því frá að hægt sé að líta á þær varnir sem raunverulega málsatvik. Hefur málsvörnum og fullyrðingum hans verið mótmælt sem röngum og ósönnuðum með öllu. Umbjóðendur mínir hafa í hyggju að láta reyna á sannleiksgildi þeirra fyrir dómi sem fyrr segir.

Það skal áréttað að rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að ekki var flugufótur fyrir ásökunum þeim sem bornar voru á hendur umbjóðendum mínum um mansal og ómannsæmandi meðferð á starfsólki veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri.

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Föt metin á hálfa milljón kastað út um gluggann – Fólki hótað með stól

Föt metin á hálfa milljón kastað út um gluggann – Fólki hótað með stól
Fréttir
Í gær

Meirihluti veitinga- og skemmtistaða ekki að fylgja tveggja metra reglu og fjöldatakmörkunum – „Lögreglan lítur þetta alvarlegum augum“

Meirihluti veitinga- og skemmtistaða ekki að fylgja tveggja metra reglu og fjöldatakmörkunum – „Lögreglan lítur þetta alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskt hótelbókunarkerfi valið eitt af þeim bestu árið 2020

Íslenskt hótelbókunarkerfi valið eitt af þeim bestu árið 2020
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda